Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri 28. maí 2012 13:00 Jóhann Gunnar með einn fallegan í Straumunum í Borgarfirði í júní í fyrra. Mynd: Hörður Vilberg. Jóhann Gunnar Arnarsson var sex ára þegar hann veiddi maríulaxinn sinn í Þistilfirði. Hann segir nauðsynlegt að hlusta á hljómsveitina Spaðana í öllum veiðiferðum. Jóhann Gunnar Arnarsson er 39 ára bryti á varðskipinu Þór og formaður árnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir Langá á Mýrum.Jóhann svaraði góðfúslega nokkrum spurningum sem við beindum að honum. Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða þegar ég var fimm ára með honum afa mínum, sem tók mig með sér í Sandá í Þistilfirði. Ég veiddi fyrsta laxinn þar í Húsahyl, sex ára gamall. Það var 6 punda nýgenginn "stórlax". Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Ef það er á, þá er það Sandá í Þistilfirði, eins og áður segir. En fyrsta stöðuvatnið sem ég veiddi í var Svínavatn í A-Húnavatnssýslu. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Fyrsta laxinn veiddi ég á maðk. En mest veiddi ég á maðk og spún í Sandá. Í dag veiði ég nánast eingöngu á flugu. Eftirminnilegasti fiskurinn? Ég myndi segja fyrsti laxinn sem konan mín veiddi, en það var í Búðardalsá á Skarðsströnd fyrir þremur árum. Mjög skemmtilegt, ég held að ég hafi verið miklu stressaðari en hún. En eftirminnilegustu fiskarnir mínir eru 11 punda nýgengin hrygna sem ég veiddi í Kofahyl í Sandá þegar ég var tólf ára gamall. Það var skemmtileg, en erfið viðureign. Ég fékk aðstoð frænda minna Benedikts og Hallgríms Ólafssona við að landa laxinum, enda var ég þrekaður mjög í lok viðureignarinnar. Svo veiddi ég 84 sentímetra nýgenginn hæng við Silungagarða í Straumunum í júní í fyrra, sem var mjög skemmtilegur. Hann tók bláa Kröflu nr. 14 og ég var með létta einhendu. Uppáhalds áin eða vatnið? Langá á Mýrum og Sandá í Þistilfirði. Uppáhalds veiðistaðirnir? Kattarfossbrún, Strengir og Bjargstrengur í Langá, en Kofahylur og Steinabreiða í Sandá. Veiða/sleppa? Sleppa öllu yfir 70 sentímetrum. Ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það! Uppáhalds flugurnar? Ally´s shrimp og rauð Frances með keilu frá doktor Jónasi. Áttu þér fasta punkta í veiðinni; vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Haustholl í Langá á Mýrum er fastur punktur í tilverunni. Þar hef ég veitt með vini mínum Herði Vilberg og öðrum góðum gæjum í níu ár. Eins hef ég farið í góðra vina hópi í Búðardalsá á Skarðsströnd í byrjun júlí síðastliðin ár. Hvar á að veiða í sumar? Langá á Mýrum að sjálfsögðu, að minnsta kosti tvisvar sinnum. Hvert er álit þitt á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menningunni og sögunum af veiðistað? Auðvitað hefur verð á veiðileyfum hækkað alltof mikið á undanförnum árum, en sennilega er ekki mikið við því að gera. Það verður þó að segja SVFR til hróss að félaginu hefur tekist einna best að halda hækkunum í hóflegri kantinum. Mér finnst líka jákvæð þróun hafa átt sér stað með því að veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum laxi yfir 70 sentímetrum. Það hefur skilað miklum árangri víða, til dæmis í Vatnsdal og Laxá í Aðaldal. Sögurnar eru alltaf jafn skemmtilegar og eru partur af veiðimenningunni og hafa sennilega alltaf verið. Auðvitað eru flestar þeirra svolítið ýktar, en það gerir ekkert til, þær verða bara skemmtilegri fyrir vikið. Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Það er auðvitað nauðsynlegt að hlusta á nokkur lög með Spöðunum í hverri veiðiferð og MegaSukk skemmir veiðiferðina ekki heldur! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Jóhann Gunnar Arnarsson var sex ára þegar hann veiddi maríulaxinn sinn í Þistilfirði. Hann segir nauðsynlegt að hlusta á hljómsveitina Spaðana í öllum veiðiferðum. Jóhann Gunnar Arnarsson er 39 ára bryti á varðskipinu Þór og formaður árnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir Langá á Mýrum.Jóhann svaraði góðfúslega nokkrum spurningum sem við beindum að honum. Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða þegar ég var fimm ára með honum afa mínum, sem tók mig með sér í Sandá í Þistilfirði. Ég veiddi fyrsta laxinn þar í Húsahyl, sex ára gamall. Það var 6 punda nýgenginn "stórlax". Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Ef það er á, þá er það Sandá í Þistilfirði, eins og áður segir. En fyrsta stöðuvatnið sem ég veiddi í var Svínavatn í A-Húnavatnssýslu. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Fyrsta laxinn veiddi ég á maðk. En mest veiddi ég á maðk og spún í Sandá. Í dag veiði ég nánast eingöngu á flugu. Eftirminnilegasti fiskurinn? Ég myndi segja fyrsti laxinn sem konan mín veiddi, en það var í Búðardalsá á Skarðsströnd fyrir þremur árum. Mjög skemmtilegt, ég held að ég hafi verið miklu stressaðari en hún. En eftirminnilegustu fiskarnir mínir eru 11 punda nýgengin hrygna sem ég veiddi í Kofahyl í Sandá þegar ég var tólf ára gamall. Það var skemmtileg, en erfið viðureign. Ég fékk aðstoð frænda minna Benedikts og Hallgríms Ólafssona við að landa laxinum, enda var ég þrekaður mjög í lok viðureignarinnar. Svo veiddi ég 84 sentímetra nýgenginn hæng við Silungagarða í Straumunum í júní í fyrra, sem var mjög skemmtilegur. Hann tók bláa Kröflu nr. 14 og ég var með létta einhendu. Uppáhalds áin eða vatnið? Langá á Mýrum og Sandá í Þistilfirði. Uppáhalds veiðistaðirnir? Kattarfossbrún, Strengir og Bjargstrengur í Langá, en Kofahylur og Steinabreiða í Sandá. Veiða/sleppa? Sleppa öllu yfir 70 sentímetrum. Ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það! Uppáhalds flugurnar? Ally´s shrimp og rauð Frances með keilu frá doktor Jónasi. Áttu þér fasta punkta í veiðinni; vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Haustholl í Langá á Mýrum er fastur punktur í tilverunni. Þar hef ég veitt með vini mínum Herði Vilberg og öðrum góðum gæjum í níu ár. Eins hef ég farið í góðra vina hópi í Búðardalsá á Skarðsströnd í byrjun júlí síðastliðin ár. Hvar á að veiða í sumar? Langá á Mýrum að sjálfsögðu, að minnsta kosti tvisvar sinnum. Hvert er álit þitt á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menningunni og sögunum af veiðistað? Auðvitað hefur verð á veiðileyfum hækkað alltof mikið á undanförnum árum, en sennilega er ekki mikið við því að gera. Það verður þó að segja SVFR til hróss að félaginu hefur tekist einna best að halda hækkunum í hóflegri kantinum. Mér finnst líka jákvæð þróun hafa átt sér stað með því að veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum laxi yfir 70 sentímetrum. Það hefur skilað miklum árangri víða, til dæmis í Vatnsdal og Laxá í Aðaldal. Sögurnar eru alltaf jafn skemmtilegar og eru partur af veiðimenningunni og hafa sennilega alltaf verið. Auðvitað eru flestar þeirra svolítið ýktar, en það gerir ekkert til, þær verða bara skemmtilegri fyrir vikið. Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Það er auðvitað nauðsynlegt að hlusta á nokkur lög með Spöðunum í hverri veiðiferð og MegaSukk skemmir veiðiferðina ekki heldur!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði