Golf

Fín veðurspá fyrir lokadaginn á Eimskipsmótaröðinni

Ísak Jasonarson er efstur fyrir lokadaginn í fyrsta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni.
Ísak Jasonarson er efstur fyrir lokadaginn í fyrsta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. golf.is
Veðurspáin fyrir lokadaginn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi er mun betri en það sem kylfingarnir upplifðu í gær á Hólmsvelli í Leiru. Skor keppenda var frekar hátt á öðrum hringnum en fyrsta umferð mótsins var felld niður á föstudag vegna veðurs. Spáð er 3-4 m/s á sunnudag og sólskini. Síðasti ráshópurinn í kvennaflokknum fer af stað kl. 12.30 en síðasta karlaráshópurinn fer af stað 14.30. Gera má ráð fyrir því að keppni í kvennaflokki ljúki um kl. 17 og tveimur tímum síðar í karlaflokknum.

Skor keppenda eru uppfærð á þriggja holu fresti og er hægt að fylgjast með stöðu mála á netinu sem og í farsímalausn GSÍ, m.golf.is/skor.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu og verða þeir saman í síðasta ráshópnum í dag ásamt Theodóri Emil Karlssyni úr Kili Mosfellsbæ. Birgir og Ísak léku á pari vallar í gær eða 72 höggum.

Ólafía Þórunn Kristinsdótti úr GR, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er með þriggja högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili fyrir lokahringinn. Ólafía lék á 76 höggum á laugardag og Guðrún á 79. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari.

Staða efstu kylfinga í karlaflokknum:

1. -2. Ísak Jasonarson, GK 72

1. -2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG 72

3. -4. Theodór Emil Karlsson, GKj., 73

3.-4. Ottó Sigurðsson, GKG 73

5. Kristján Þór Einarsson, GK 74

6.-9. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 75

6.-9. Pétur Freyr Pétursson, GR 75

6.-9. Rúnar Arnórsson, GK 75

Staða efstu kylfinga í kvennaflokknum:

1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76

2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79

3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81

4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82

5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83

6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83

7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83

8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85

9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85

10. Karen Guðnadóttir, GS - 85




Tengdar fréttir

Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig

„Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari.

Guðrún Brá: Miklar æfingar í vetur eru að skila árangri

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í hópi bestu kylfinga landsins í kvennaflokki þrátt fyrir ungan aldur. Guðrún Brá er fædd árið 1994 er því á 18. aldursári en hún er líkleg til afreka á Eimskipsmótaröðinni i golfi sem hófst um helgina á Hólmsvelli í Leiru.

Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport.

Ísak og Birgir Leifur deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak Jasonarson úr Keili deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili í íslenska golfinu. Birgir fékk örn (-2) á 18. holuna í dag sem hann lék á 3 höggum. Ísak er aðeins 16 ára gamall og kemur hann með látum inn á fyrsta stigamótið. Theodór Emil Karlsson úr Kili Mosfellsbæ og Ottó Sigurðsson úr GKG eru einu höggi á eftir efstu mönnum en þeir léku báðir á 73 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×