Bláa Lónið bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands 24. maí 2012 09:30 Meðfylgjandi myndir voru teknar daginn sem Bláa Lónið og Hönnunarmiðstöð Íslands gerðu með sér samstarfssamning. Bláa Lónið og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og er Bláa Lónið fyrsta fyrirtækið til að gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar. Með samstarfinu við Hönnunarmiðstöð vill Bláa Lónið stuðla að því að efla íslenska hönnun enn frekar. „Hönnun er einn af grunnþáttum uppbyggingar Bláa Lónsins og mjög mikilvægur þáttur í viðskiptalíkani fyrirtækisins. Áhersla á hönnun hefur haft jákvæð áhrif á árangur fyrirtækisins bæði hvað varðar upplifun viðskiptavina Bláa Lónsins og við uppbyggingu vörumerkisins Blue Lagoon Iceland. Hönnun er í raun auðlind sem snertir flesta þætti samfélagsins. Það er því sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur hjá Bláa Lóninu gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands" segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. Hönnunarmiðstöð vinnur markvisst að því að auka skilning manna á þeim tækifærum sem felast í hönnun og arkitektúr segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við vinnum að því að bæta starfsumhverfi hönnuða og hönnunarfyrirtækja og styðjum ört vaxandi grasrót á okkar sviði. Það er mjög mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð sem er í eigu íslenskra hönnuða að öflug íslensk fyrirtæki standi á bak við Hönnunarmiðstöð og sýni íslenskri hönnun stuðning sinn í verki eins og Bláa Lónið gerir nú. Samstarfssamningurinn er táknrænn fyrir mikilvægi hönnunar fyrir atvinnulífið og það er sérstaklega ánægjulegt að Bláa Lónið sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf með innleiðingu hönnunar í uppbyggingu og starfsemi er nú fyrsta fyrirtækið til að gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands," segir Halla. Skroll-Lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Bláa Lónið og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning og er Bláa Lónið fyrsta fyrirtækið til að gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar. Með samstarfinu við Hönnunarmiðstöð vill Bláa Lónið stuðla að því að efla íslenska hönnun enn frekar. „Hönnun er einn af grunnþáttum uppbyggingar Bláa Lónsins og mjög mikilvægur þáttur í viðskiptalíkani fyrirtækisins. Áhersla á hönnun hefur haft jákvæð áhrif á árangur fyrirtækisins bæði hvað varðar upplifun viðskiptavina Bláa Lónsins og við uppbyggingu vörumerkisins Blue Lagoon Iceland. Hönnun er í raun auðlind sem snertir flesta þætti samfélagsins. Það er því sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur hjá Bláa Lóninu gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands" segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins hf. Hönnunarmiðstöð vinnur markvisst að því að auka skilning manna á þeim tækifærum sem felast í hönnun og arkitektúr segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við vinnum að því að bæta starfsumhverfi hönnuða og hönnunarfyrirtækja og styðjum ört vaxandi grasrót á okkar sviði. Það er mjög mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð sem er í eigu íslenskra hönnuða að öflug íslensk fyrirtæki standi á bak við Hönnunarmiðstöð og sýni íslenskri hönnun stuðning sinn í verki eins og Bláa Lónið gerir nú. Samstarfssamningurinn er táknrænn fyrir mikilvægi hönnunar fyrir atvinnulífið og það er sérstaklega ánægjulegt að Bláa Lónið sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf með innleiðingu hönnunar í uppbyggingu og starfsemi er nú fyrsta fyrirtækið til að gerast bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands," segir Halla.
Skroll-Lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira