Grímseyjarlaxinn frægi fluttur norður Svavar Hávarðsson skrifar 22. maí 2012 08:30 Hægt verður að fræðast um laxinn með því meðal annars að opna litlar "dyr" og skoða inn í laxinn. Laxasetur Íslands, sýningar- og fræðasetur um íslenska laxinn, á Blönduósi opnar í júní ef allar áætlanir aðstandenda ganga fram. Setrið er til húsa í gamalli rækjuverksmiðju á staðnum og í apríl og frameftir maí hefur húsnæðið verið hreinsað og uppsetning sýningargripa er hafin. Sýningar- og fræðasetur um lax eru ekki á hverju strái, en þó hafa slík setur risið í Noregi og Kanada að því er næst verður komist. Setrið mun hafa á boðstólnum eitt og annað sem tengist íslenskum laxfiskum; upplýsingar um laxveiðiár, sögu laxveiða og nytja auk rannsókna sem tengjast þessum stórkostlegu skepnum. Sýning til heiðurs Rafni Hafnfjörð Í framtíðinni verða tvær sýningar standandi. Aðalsýningunni sem skipt verður upp í þrjú meginþemu, líffræði, þjóðfræði og veiðar. Lifandi laxfiskar verða í aðalhlutverki á sýningunni. Fræðslu um líffræði og lífsferil laxfiska verður miðlað á fjölbreyttan hátt ásamt sögu laxveiða, þjóðfræði og matarmenningu. Þá verður einnig boðið upp á sérsýningar þar sem einstaklingum og fyrirtækjum á sviði lista, vísinda og sögu verður boðið að halda tímabundnar sýningar tengdar laxfiskum. Í sumar verður sérsýningin til heiðurs Rafni Hafnfjörð , þar sem brot úr lífi hans sem veiðimanns og náttúruunnanda verða í öndvegi. Sýningin um Rafn er unnin í samstarfi við fjölskyldu hans. Námskeið um veiði, fluguhnýtingar, flugukast, fluguveiði verða á dagskrá í framtíðinni. Kvikmyndasýning verður sett upp þar sem á stórum skjá verður sýnd mynd af laxfiskum í sínu náttúrulega umhverfi, en myndin var gerð af Erlendi Guðmundssyni sérstaklega fyrir Laxasetrið. Laxveiðiár skoðaðar með sérstökum snertiskjá Samið hefur verið við Skjámynd ehf. um gerð forrits fyrir Íslandskorts frá Landmælingum Íslands. Á kortinu, sem varpað verður á vegg í setrinu, verður hægt að velja landshluta og fjölda laxveiðiáa á sérstökum snertiskjá. Ingjaldur Kárason leikmyndasmiður var fenginn til að smíða lax í yfirstærð þar sem áhugasamir geta kynnt sér það sem er undir roðinu; innyfli og útlit laxins eins og við sjáum hann ekki dags daglega. Fiskabúr, saga laxveiða, líffræði, þjóðfræði og matur Fiskabúr verður að sjálfsögðu á staðnum þar sem laxfiskar verða til sýnis í allri sinni dýrð og var það Létttækni á Blönduósi sem annast smíðina, en búrið verður stærra, fallegra og í alla staði glæsilegra en fólk á að venjast. Stór ljósmynd af Norðurá í Borgarfirði var keypt af ljósmyndaranum þekkta Mats Wibe Lund og verður hún stækkuð enn; eða í 2,3x8,5 metra og mun prýða einn vegg setursins. Þá var samið við Jón Baldur Hlíðberg um notkun mynda hans af laxfiskum til notkunar á Laxasetrinu; til að sýna fjölbreytt litabrigði fiskanna, til að nota á veggspjöldum um líffræði fiska og fleira. Nú er unnið að heimildaöflun og leiða til miðlunar á sögu laxveiði, líffræði, þjóðfræði og matarmenningu tengda laxfiskum. Þær upplýsingar munu prýða sali setursins þegar þar að kemur. Kiri Te Kanawa segir veiðisögur Hafinn er undurbúningur að því að flytja Grímseyjarlaxinn fræga norður. Laxinn veiddist árið 1957 í net og vó um 49 pund blóðgaður og er um 132 sentímetrar á lengd. Skrifuð var grein um hann í blaðið Veiðimanninn árið 1959 sem má lesa hér. Verið er að safna veiðisögum sem verða sýnd í lifandi myndum á safninu. Hver saga verður 3-5 mínútur í flutningi og verða 6-8 sögur rúllandi á skjá hverju sinni. Fyrsti viðmælandi þeirra Laxasetursmanna var óperusöngkonan nýsjálenska Kiri Te Kanawa, sem er ástríðuveiðikona og Íslandsvinur. Söfnun muna gengur ágætlega Söfnun gamalla muna gengur ágætlega en ástæða er til að hvetja unnendur laxins og alls sem honum tengist til að styrkja Laxasetrið ef eitthvað gamalt og gott leynist í bakherbergjum. Full ástæða er til að styrkja þetta frábæra framtak. Það gerir Ólafur Vigfússon, í Veiðihorninu, sem mun styrkja setrið með einu og öðru sem laxveiðimaður nútímans þarf að hafa við höndina ef vel á að veiðast og njóta á náttúrunnar sem best. Hvatamenn að stofnun Laxaseturs eru þeir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Upphafið er að rekja til ársins 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en í upphafi árs 2011 þegar Valgarður og Jón Aðalsteinn tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þeir fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónasdóttur sem unnu tillögur að sýningu. Jafnframt var leitað eftir stuðningi frá veiðifélögum, leigutökum laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni, eins og segir á heimasíðunni laxasetur.is. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Laxasetur Íslands, sýningar- og fræðasetur um íslenska laxinn, á Blönduósi opnar í júní ef allar áætlanir aðstandenda ganga fram. Setrið er til húsa í gamalli rækjuverksmiðju á staðnum og í apríl og frameftir maí hefur húsnæðið verið hreinsað og uppsetning sýningargripa er hafin. Sýningar- og fræðasetur um lax eru ekki á hverju strái, en þó hafa slík setur risið í Noregi og Kanada að því er næst verður komist. Setrið mun hafa á boðstólnum eitt og annað sem tengist íslenskum laxfiskum; upplýsingar um laxveiðiár, sögu laxveiða og nytja auk rannsókna sem tengjast þessum stórkostlegu skepnum. Sýning til heiðurs Rafni Hafnfjörð Í framtíðinni verða tvær sýningar standandi. Aðalsýningunni sem skipt verður upp í þrjú meginþemu, líffræði, þjóðfræði og veiðar. Lifandi laxfiskar verða í aðalhlutverki á sýningunni. Fræðslu um líffræði og lífsferil laxfiska verður miðlað á fjölbreyttan hátt ásamt sögu laxveiða, þjóðfræði og matarmenningu. Þá verður einnig boðið upp á sérsýningar þar sem einstaklingum og fyrirtækjum á sviði lista, vísinda og sögu verður boðið að halda tímabundnar sýningar tengdar laxfiskum. Í sumar verður sérsýningin til heiðurs Rafni Hafnfjörð , þar sem brot úr lífi hans sem veiðimanns og náttúruunnanda verða í öndvegi. Sýningin um Rafn er unnin í samstarfi við fjölskyldu hans. Námskeið um veiði, fluguhnýtingar, flugukast, fluguveiði verða á dagskrá í framtíðinni. Kvikmyndasýning verður sett upp þar sem á stórum skjá verður sýnd mynd af laxfiskum í sínu náttúrulega umhverfi, en myndin var gerð af Erlendi Guðmundssyni sérstaklega fyrir Laxasetrið. Laxveiðiár skoðaðar með sérstökum snertiskjá Samið hefur verið við Skjámynd ehf. um gerð forrits fyrir Íslandskorts frá Landmælingum Íslands. Á kortinu, sem varpað verður á vegg í setrinu, verður hægt að velja landshluta og fjölda laxveiðiáa á sérstökum snertiskjá. Ingjaldur Kárason leikmyndasmiður var fenginn til að smíða lax í yfirstærð þar sem áhugasamir geta kynnt sér það sem er undir roðinu; innyfli og útlit laxins eins og við sjáum hann ekki dags daglega. Fiskabúr, saga laxveiða, líffræði, þjóðfræði og matur Fiskabúr verður að sjálfsögðu á staðnum þar sem laxfiskar verða til sýnis í allri sinni dýrð og var það Létttækni á Blönduósi sem annast smíðina, en búrið verður stærra, fallegra og í alla staði glæsilegra en fólk á að venjast. Stór ljósmynd af Norðurá í Borgarfirði var keypt af ljósmyndaranum þekkta Mats Wibe Lund og verður hún stækkuð enn; eða í 2,3x8,5 metra og mun prýða einn vegg setursins. Þá var samið við Jón Baldur Hlíðberg um notkun mynda hans af laxfiskum til notkunar á Laxasetrinu; til að sýna fjölbreytt litabrigði fiskanna, til að nota á veggspjöldum um líffræði fiska og fleira. Nú er unnið að heimildaöflun og leiða til miðlunar á sögu laxveiði, líffræði, þjóðfræði og matarmenningu tengda laxfiskum. Þær upplýsingar munu prýða sali setursins þegar þar að kemur. Kiri Te Kanawa segir veiðisögur Hafinn er undurbúningur að því að flytja Grímseyjarlaxinn fræga norður. Laxinn veiddist árið 1957 í net og vó um 49 pund blóðgaður og er um 132 sentímetrar á lengd. Skrifuð var grein um hann í blaðið Veiðimanninn árið 1959 sem má lesa hér. Verið er að safna veiðisögum sem verða sýnd í lifandi myndum á safninu. Hver saga verður 3-5 mínútur í flutningi og verða 6-8 sögur rúllandi á skjá hverju sinni. Fyrsti viðmælandi þeirra Laxasetursmanna var óperusöngkonan nýsjálenska Kiri Te Kanawa, sem er ástríðuveiðikona og Íslandsvinur. Söfnun muna gengur ágætlega Söfnun gamalla muna gengur ágætlega en ástæða er til að hvetja unnendur laxins og alls sem honum tengist til að styrkja Laxasetrið ef eitthvað gamalt og gott leynist í bakherbergjum. Full ástæða er til að styrkja þetta frábæra framtak. Það gerir Ólafur Vigfússon, í Veiðihorninu, sem mun styrkja setrið með einu og öðru sem laxveiðimaður nútímans þarf að hafa við höndina ef vel á að veiðast og njóta á náttúrunnar sem best. Hvatamenn að stofnun Laxaseturs eru þeir Valgarður Hilmarsson og Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. Upphafið er að rekja til ársins 2008 þegar Alva Kristín Kristínardóttir vann viðskiptaáætlun og fékk til þess styrk frá Atvinnumálum kvenna og Vaxtasamningi Norðurlands vestra. Verkefnið fór þó ekki í vinnslu fyrr en í upphafi árs 2011 þegar Valgarður og Jón Aðalsteinn tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þeir fengu til liðs við sig menningarmiðlarana Kristínu Arnþórsdóttur og Þuríði Helgu Jónasdóttur sem unnu tillögur að sýningu. Jafnframt var leitað eftir stuðningi frá veiðifélögum, leigutökum laxveiðiáa og stofnunum tengdum starfseminni, eins og segir á heimasíðunni laxasetur.is.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði