Gleðikabarett með samtímatvisti 21. maí 2012 12:54 Melkorka, þessi í bleiku sokkabuxunum, segir verkið reyna að fanga hreyfingar úr popptónlist. „Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira