Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gert samning við markvörðinn Sunnevu Einarsdóttir en hún kemur til félagsins frá Íslandsmeisturum Vals.
Sunneva er uppalinn Framari en gekk í raðir Vals alls ekki fyrir löngu. Þar fékk hún ekki að spreyta sig mikið og var mestmegnis á bekknum.
Stjarnan hefur skýr markmið fyrir næsta tímabil og ætla sér stóra hluti en félagið samdi til að mynda við Rakel Dögg Bragadóttir í síðasta mánuði.
Sunneva hefur leikið fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands ásamt því að leika með A-landsliðinu, nú síðast á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Sunneva er fædd árið 1990 og á framtíðina fyrir sér.
Sunneva Einarsdóttir ver mark Stjörnunnar á næsta tímabili
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn