Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Svavar Hávarðsson skrifar 20. maí 2012 09:00 Landað í Jöklu. Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar. Veiðiþjónustan Strengir er með ána á leigu ásamt fiskgengum hliðarám; Laxá, Fossá og Kaldá. Þar hefur verið sl eppt laxaseiðum undanfarin ár og er sá fiskur farinn að skila sér í árnar af síauknum krafti. Veiðin á Jöklusvæðinu er til marks um þetta en sumarið 2010 veiddust rúmlega 300 laxar en 565 í fyrra sumar. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að ve iðin verði enn betri í sumar. Strengir eru stöðugt að breyta og bæta veiðisvæðin þar sem á hverju ári uppgötvast nýir veiðistaðir „og má í raun líkja þessu við veiðiævintýri þar sem menn geta ráfað um og prófað staði og svæði sem fáir eða enginn hefur próf að að bleyta færi í áður," svo vitnað sé til orða Strengjamanna sjálfra. Hitt er að með breytingum á vatnasviðinu gæti bleikjan einnig gert sig gildandi. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Veiðimálastofnun, vék að þessu nýlega á fræðslukvöldi hjá Stangveiði félagi Reykjavíkur. Guðni sagði að Jökla „geti fóstrað býsna stóran laxastofn, þó óvissuþátturinn í því sé hvaða áhrif yfirfallsvatn frá Kárahnjúkavirkjun hefur á skilyrðin í ánni. Við gerðum seiðamælingu í Jöklu í fyrra – en þrátt fyrir kalt vor og að J ökla fór snemma á yfirfall árið 2010 – fundum við samt laxaseiði á öllum þeim stöðum sem þeirra var leitað. Þau voru vel fram gengin og étandi bitmýslirfur. Það verður því mjög spennandi að sjá hver framvindan verður." Jökla er opin uppundir Kárahnjúkastíf lu sem er 110 kílómetra frá sjó og liggur í allt að 400 metra hæð. Veiðisvæðið eins og það er núna er um 50 kílómetrar að lengd og ljóst er því að um gríðarlega spennandi svæði er að ræða. Þetta er sex stanga svæði frá og með 2. júlí, aðallega sem laxveiði svæði þó að silungur veiðist út allt sumarið. Um er að ræða Fögruhlíðará ofan þjóðvegar ásamt neðri hluta Jöklu frá Jökuldal en til svæðisins teljast Kaldá, Laxá og Fossá sem renna í Jöklu úr norðri og Hnefilsdalsá sem kemur að sunnan. Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá sem er skemmtileg fyrir litlar einhendur ásamt Fögruhlíðará. Skylt er að sleppa öllum löxum 70 sentimetrar og stærri, en hirða má tvo laxa á d ag á stöng undir þeim mörkum og sleppa öðrum. Að auki er skylt að sleppa öllum löxum sem veiðast við Steinbogann en þessi staður er farartálmi fyrir laxagöngur upp í Jökuldal en þarna uppfrá eru vannýtt uppeldissvæði að finna þar sem æskilegt er að leyfa l axinum að hrygna sem allra flestum. Hér má finna upplýsingar um silungsveiði í Jöklu og Fögruhlíðará. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Eins og veiðimenn vita hefur Jökla, sem nýtt svæði í veiðiflóru okkar Íslendinga, bætt sig ár frá ári. Mikinn hluta ársins er Jökla, eða Jökulsá á Dal, tær bergvatnsá, þó hún litist eftir að Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllist og yfirfallið kemur til sögunnar. Veiðiþjónustan Strengir er með ána á leigu ásamt fiskgengum hliðarám; Laxá, Fossá og Kaldá. Þar hefur verið sl eppt laxaseiðum undanfarin ár og er sá fiskur farinn að skila sér í árnar af síauknum krafti. Veiðin á Jöklusvæðinu er til marks um þetta en sumarið 2010 veiddust rúmlega 300 laxar en 565 í fyrra sumar. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að ve iðin verði enn betri í sumar. Strengir eru stöðugt að breyta og bæta veiðisvæðin þar sem á hverju ári uppgötvast nýir veiðistaðir „og má í raun líkja þessu við veiðiævintýri þar sem menn geta ráfað um og prófað staði og svæði sem fáir eða enginn hefur próf að að bleyta færi í áður," svo vitnað sé til orða Strengjamanna sjálfra. Hitt er að með breytingum á vatnasviðinu gæti bleikjan einnig gert sig gildandi. Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Veiðimálastofnun, vék að þessu nýlega á fræðslukvöldi hjá Stangveiði félagi Reykjavíkur. Guðni sagði að Jökla „geti fóstrað býsna stóran laxastofn, þó óvissuþátturinn í því sé hvaða áhrif yfirfallsvatn frá Kárahnjúkavirkjun hefur á skilyrðin í ánni. Við gerðum seiðamælingu í Jöklu í fyrra – en þrátt fyrir kalt vor og að J ökla fór snemma á yfirfall árið 2010 – fundum við samt laxaseiði á öllum þeim stöðum sem þeirra var leitað. Þau voru vel fram gengin og étandi bitmýslirfur. Það verður því mjög spennandi að sjá hver framvindan verður." Jökla er opin uppundir Kárahnjúkastíf lu sem er 110 kílómetra frá sjó og liggur í allt að 400 metra hæð. Veiðisvæðið eins og það er núna er um 50 kílómetrar að lengd og ljóst er því að um gríðarlega spennandi svæði er að ræða. Þetta er sex stanga svæði frá og með 2. júlí, aðallega sem laxveiði svæði þó að silungur veiðist út allt sumarið. Um er að ræða Fögruhlíðará ofan þjóðvegar ásamt neðri hluta Jöklu frá Jökuldal en til svæðisins teljast Kaldá, Laxá og Fossá sem renna í Jöklu úr norðri og Hnefilsdalsá sem kemur að sunnan. Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá sem er skemmtileg fyrir litlar einhendur ásamt Fögruhlíðará. Skylt er að sleppa öllum löxum 70 sentimetrar og stærri, en hirða má tvo laxa á d ag á stöng undir þeim mörkum og sleppa öðrum. Að auki er skylt að sleppa öllum löxum sem veiðast við Steinbogann en þessi staður er farartálmi fyrir laxagöngur upp í Jökuldal en þarna uppfrá eru vannýtt uppeldissvæði að finna þar sem æskilegt er að leyfa l axinum að hrygna sem allra flestum. Hér má finna upplýsingar um silungsveiði í Jöklu og Fögruhlíðará.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði