Helgarviðtal: Veiddi tuttugu punda lax á flæktan Ambassador Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júní 2012 08:00 Steini Haff með maríulaxinn sinn úr Stórasteini í Hallá á Skagaströnd fyrir rúmum þremur áratugum. Mynd/Úr einkasafni. Faðir Þorsteins Hafþórssonar náði tuttuga punda laxi sonarins inn í úlpuna sem hann var í eftir háfurinn brotnaði í Laxá í Refasveit. Þorsteinn, betur þekktur sem Steini Haff, fer hér á kostum í svörum við spurningum Veiðivísis. Steini er 42 ára stangveiðileiðsögumaður á Blönduósi.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða á stöng fimm - sex ára gamall og þá með pabba sem var þá með mikinn veiðiáhuga sem smitaðist gjörsamlega í mig og hefur verið ólæknandi síðan.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Fyrsta vatnið sem ég stundaði var Laxárvatn því það var svo mikill fiskur og auðvelt að fara þangað. Ég hjólaði stundum tvisvar á dag upp í vatn að veiða og fannst það bara lítið mál enda ekki nema í þriggja-fjögura kílómetra fjarlægð frá æskuslóðunum sem er Blönduós.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi þá aðalega á spún og hafði óbilandi trú á bláum dropa, sjö gramma Íslandsspún og svo bleikjuspúninum (reflex). Svo var maðkur og flotholt mjög öflugt líka. Þetta hefur lítið breyst í tímans rás nema nú veiði ég helst á flugu en ef það virkar ekki - og það er leyfilegt - þá set ég maðk undir. Ef eitthvað hefur látið í minni pokann er það spúnaveiðin því ég er kominn á þá skoðun að hún gefi kannski einn eða tvo fiska en svo er allt sprungið og fiskurinn flúinn eða minnsta kosti komin úr töku gír. Það á jafnt við um laxveiði eða silungEftirminnilegasti fiskurinn? Það er erfitt að gera upp á milli hvort það var maríulaxinn úr Hallá eða 20 pundarinn úr Laxá í Refasveit. Ég man ekki hvort ég var tíu ára eða orðinn ellefu þegar ég fékk maríulaxinn. Það var mjög eftirminnileg stund á allan hátt. Ég var við hyl sem heitir Stóristeinn. Pabbi var búinn að skyggna hylinn og sá ekki neinn fisk en ég suðaði um að mega prófa. Pabbi gaf það eftir og setti vænan orm á. Sagði mér svo að ég yrði að passa að setja sökkuna ekki í botninn því þá þyrftum við örugglega að slíta. Eitthvað átti ég í basli með að láta þetta renna út af hjólinu, sem var opið spinnhjól, svo ég tók á það ráð að vippa út og vildi ekki betur en svo að ég kastaði yfir hylinn en náði að láta þetta fara út í hinu megin og hélt bara strekktu. Þá var kippt hressilega í og öskraði ég á pabba að það væri nart. Pabbi gaf nú ekki mikið fyrir það en sagði mér að sýna sér hvað ég hefði gert og gerði ég það nákvæmlega eins eftir að pabbi hafði lagað maðkinn. Og viti menn; sagan endurtók sig en nú missti ég línuna úr höndunum og pabbi hélt nú bara að ég hefði komið við stein og kippt í. En þegar ég var búin að draga inn slakann fór nú að færast líf í tuskurnar því stöngin fór í keng og bremsan öskraði og lax stökk í hylnum. Eftirleikurinn var bara efni í heila bíó mynd því ég veit ekki hvaða tungumál pabbi talaði þegar hann gaf skipanir út í loftið um öll þau kúnstarinnar atriði sem ég átti að passa og gera en allt hafðist þetta enda girnið sterkt og laxinn magagleyptur í lítilli á og það voru ánægðir feðgar á bakkanum. Hinn laxinn var þessi 20 punda í Laxá. Þá var ég líka með maðk í hyl sem heitir Kvörnin. Þannig vildi til að við áttum kannski tvo tíma eftir af veiðitímanum og ekkert hafði gengið þótt nóg væri af laxi. Ég var nýbúinn að fá Ambassador veiðihjól í fermingargjöf og var að nota það nema ég var ekki alveg búinn að læra á það. Nú, þarna var ég og ákveð að kasta yfir strenginn til að geta látið maðkinn renna niður á álitlegan stað í hylnum nema ekki vildi betur til en að hjólið fór á yfirsnúning og allt í flækju. Þarna sat ég í dágóða stund og greiddi úr flækjuni og þegar það var búið dró ég inn en þá var allt fast í botni að ég hélt. Ég ákvað að prófa að kippa en þá var nú hressilega kippt á móti svo ég blístraði á pabba sem var að veiða næsta hyl fyrir neðan. Þegar pabbi kom þá var hann á bakkanum á móti og kallar: Er hann stór? Og það var eins og við manninn mælt; laxinn tekur roku að pabba og stekkur. Og aftur byrjaði þetta óskiljanlega tungumál sem ég hafði heyrt sirka þremur árum fyrr nema nú var ég orðin reynsluni ríkari og hló bara að honum. Til að gera söguna stutta þá slakaði fiskurinn sér úr hylnum og rúllaði sér allan tíman í hringi en eftir rúman hálftíma reyndi pabbi að háfa hann með þeim afleiðingum að háfurinn brotnaði og við háfunina kom slaki á línuna sem vatt sér utan um toppinn á stönginni og nú voru góð ráð dýr! En áður en ég hafði til fulls áttað mig á hvers kyns var sá ég pabba í loftinu og lenda ofan á laxinum og svo gusugang og svo kom pabbi með laxinn í fanginu innan í veiðiúlpuni sinni í land. Ástæðan fyrir því að laxinn spinnaðist svona var að öngullinn gekk í gegnum krókinn hans.Uppáhalds áin/vatnið? Það er líklega Blanda þó ég hafi sterkar taugar til fleiri áa .Uppáhalds veiðistaðirnir? Uppáhalds veiðistaðirnir mínir eru flestir uppi á svæði 4 í Blöndu. Aðeins einn af þeim er merktur og heitir hann efri Brík eða Einbúinn eftir því hver á í hlut. Dammurinn að sunnan í Blöndu er æðislegur með flugu ef enginn hefur verið á undan mér með maðk. Breiðan í Blöndu finnst mér vera ein fallegasta og fullkomnasta flugubreiða sem ég hef kynnst.Veiða/sleppa? Þar er efinn mikill. Ég er á móti skyldusleppingu en ég er samt hlyntur því að menn sleppi stórlaxinum ef þeir geta og ég á þá við tólf pund lax eða meira því hann er ekki góður matfiskur. Ég kaupi sjálfur ekki veiðileyfi í ám sem hafa hreina skyldusleppingu en mér finnst það alveg svakalega góð tilfinning þegar ég sleppi fallegum laxi af því að ég vildi það og á eigin forsendum.Uppáhalds flugurnar? Í silung eru uppáhalds flugurnar mínar Bleikur nobbler og svo Heimasætan. Í laxi er það Black Braham númer 12 og svo Ofsabomm. :-)Áttu þér fasta punkta í veiðinni? Ég á enga sérstaka staði eða fasta punkta í veiði en er að reyna að búa til einn. Það er að komast í Vatnamótin fyrir austan seinnipartinn á ágúst ár hvert.Hvar á að veiða í sumar? Ég læt oft ráðast hvert ég fer að veiða á sumrin en ég reyni alltaf að prófa nýja á - svona til að halda manni við og ögra sjálfum sér pínulítið. Það er ekki hollt að vera alltaf í þægindarammanum sínum því þá þróast maður ekkert og stendur bara í stað.Álit þitt á þróun stangveiða á Íslandi og verði á veiðileyfum? Ég held að við séum að ná toppi í verði á stöng í laxveiðini og að þróunin fari að snúast meira um þjónustuna við veiðimenn og að veiðihúsin verði með meiri íburði og þægindum. En sjálf stangveiðin mun sveiflast óhjákvæmilega mikið bara með veðráttuni og á ég þá sérstaklega við hvort vatnabúskapurinn nái að vera góður yfir veiðitímann í heild.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Ég á mér eina skemtilega hefð eða sérvisku sem ég hef nú verið með í fimmtán ár og hún er sú að ég nota ekki Frances flugur eða túpur alveg sama þó ekkert annað sé að virka og er aðal ástæðan sú að það ýtir mér í að prófa einhverjar nýjar flugur og stundum hefur það leitt til skæðra leynivopna sem ég að sjálfsögðu hef fyrir mig. :-) Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði
Faðir Þorsteins Hafþórssonar náði tuttuga punda laxi sonarins inn í úlpuna sem hann var í eftir háfurinn brotnaði í Laxá í Refasveit. Þorsteinn, betur þekktur sem Steini Haff, fer hér á kostum í svörum við spurningum Veiðivísis. Steini er 42 ára stangveiðileiðsögumaður á Blönduósi.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða á stöng fimm - sex ára gamall og þá með pabba sem var þá með mikinn veiðiáhuga sem smitaðist gjörsamlega í mig og hefur verið ólæknandi síðan.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Fyrsta vatnið sem ég stundaði var Laxárvatn því það var svo mikill fiskur og auðvelt að fara þangað. Ég hjólaði stundum tvisvar á dag upp í vatn að veiða og fannst það bara lítið mál enda ekki nema í þriggja-fjögura kílómetra fjarlægð frá æskuslóðunum sem er Blönduós.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi þá aðalega á spún og hafði óbilandi trú á bláum dropa, sjö gramma Íslandsspún og svo bleikjuspúninum (reflex). Svo var maðkur og flotholt mjög öflugt líka. Þetta hefur lítið breyst í tímans rás nema nú veiði ég helst á flugu en ef það virkar ekki - og það er leyfilegt - þá set ég maðk undir. Ef eitthvað hefur látið í minni pokann er það spúnaveiðin því ég er kominn á þá skoðun að hún gefi kannski einn eða tvo fiska en svo er allt sprungið og fiskurinn flúinn eða minnsta kosti komin úr töku gír. Það á jafnt við um laxveiði eða silungEftirminnilegasti fiskurinn? Það er erfitt að gera upp á milli hvort það var maríulaxinn úr Hallá eða 20 pundarinn úr Laxá í Refasveit. Ég man ekki hvort ég var tíu ára eða orðinn ellefu þegar ég fékk maríulaxinn. Það var mjög eftirminnileg stund á allan hátt. Ég var við hyl sem heitir Stóristeinn. Pabbi var búinn að skyggna hylinn og sá ekki neinn fisk en ég suðaði um að mega prófa. Pabbi gaf það eftir og setti vænan orm á. Sagði mér svo að ég yrði að passa að setja sökkuna ekki í botninn því þá þyrftum við örugglega að slíta. Eitthvað átti ég í basli með að láta þetta renna út af hjólinu, sem var opið spinnhjól, svo ég tók á það ráð að vippa út og vildi ekki betur en svo að ég kastaði yfir hylinn en náði að láta þetta fara út í hinu megin og hélt bara strekktu. Þá var kippt hressilega í og öskraði ég á pabba að það væri nart. Pabbi gaf nú ekki mikið fyrir það en sagði mér að sýna sér hvað ég hefði gert og gerði ég það nákvæmlega eins eftir að pabbi hafði lagað maðkinn. Og viti menn; sagan endurtók sig en nú missti ég línuna úr höndunum og pabbi hélt nú bara að ég hefði komið við stein og kippt í. En þegar ég var búin að draga inn slakann fór nú að færast líf í tuskurnar því stöngin fór í keng og bremsan öskraði og lax stökk í hylnum. Eftirleikurinn var bara efni í heila bíó mynd því ég veit ekki hvaða tungumál pabbi talaði þegar hann gaf skipanir út í loftið um öll þau kúnstarinnar atriði sem ég átti að passa og gera en allt hafðist þetta enda girnið sterkt og laxinn magagleyptur í lítilli á og það voru ánægðir feðgar á bakkanum. Hinn laxinn var þessi 20 punda í Laxá. Þá var ég líka með maðk í hyl sem heitir Kvörnin. Þannig vildi til að við áttum kannski tvo tíma eftir af veiðitímanum og ekkert hafði gengið þótt nóg væri af laxi. Ég var nýbúinn að fá Ambassador veiðihjól í fermingargjöf og var að nota það nema ég var ekki alveg búinn að læra á það. Nú, þarna var ég og ákveð að kasta yfir strenginn til að geta látið maðkinn renna niður á álitlegan stað í hylnum nema ekki vildi betur til en að hjólið fór á yfirsnúning og allt í flækju. Þarna sat ég í dágóða stund og greiddi úr flækjuni og þegar það var búið dró ég inn en þá var allt fast í botni að ég hélt. Ég ákvað að prófa að kippa en þá var nú hressilega kippt á móti svo ég blístraði á pabba sem var að veiða næsta hyl fyrir neðan. Þegar pabbi kom þá var hann á bakkanum á móti og kallar: Er hann stór? Og það var eins og við manninn mælt; laxinn tekur roku að pabba og stekkur. Og aftur byrjaði þetta óskiljanlega tungumál sem ég hafði heyrt sirka þremur árum fyrr nema nú var ég orðin reynsluni ríkari og hló bara að honum. Til að gera söguna stutta þá slakaði fiskurinn sér úr hylnum og rúllaði sér allan tíman í hringi en eftir rúman hálftíma reyndi pabbi að háfa hann með þeim afleiðingum að háfurinn brotnaði og við háfunina kom slaki á línuna sem vatt sér utan um toppinn á stönginni og nú voru góð ráð dýr! En áður en ég hafði til fulls áttað mig á hvers kyns var sá ég pabba í loftinu og lenda ofan á laxinum og svo gusugang og svo kom pabbi með laxinn í fanginu innan í veiðiúlpuni sinni í land. Ástæðan fyrir því að laxinn spinnaðist svona var að öngullinn gekk í gegnum krókinn hans.Uppáhalds áin/vatnið? Það er líklega Blanda þó ég hafi sterkar taugar til fleiri áa .Uppáhalds veiðistaðirnir? Uppáhalds veiðistaðirnir mínir eru flestir uppi á svæði 4 í Blöndu. Aðeins einn af þeim er merktur og heitir hann efri Brík eða Einbúinn eftir því hver á í hlut. Dammurinn að sunnan í Blöndu er æðislegur með flugu ef enginn hefur verið á undan mér með maðk. Breiðan í Blöndu finnst mér vera ein fallegasta og fullkomnasta flugubreiða sem ég hef kynnst.Veiða/sleppa? Þar er efinn mikill. Ég er á móti skyldusleppingu en ég er samt hlyntur því að menn sleppi stórlaxinum ef þeir geta og ég á þá við tólf pund lax eða meira því hann er ekki góður matfiskur. Ég kaupi sjálfur ekki veiðileyfi í ám sem hafa hreina skyldusleppingu en mér finnst það alveg svakalega góð tilfinning þegar ég sleppi fallegum laxi af því að ég vildi það og á eigin forsendum.Uppáhalds flugurnar? Í silung eru uppáhalds flugurnar mínar Bleikur nobbler og svo Heimasætan. Í laxi er það Black Braham númer 12 og svo Ofsabomm. :-)Áttu þér fasta punkta í veiðinni? Ég á enga sérstaka staði eða fasta punkta í veiði en er að reyna að búa til einn. Það er að komast í Vatnamótin fyrir austan seinnipartinn á ágúst ár hvert.Hvar á að veiða í sumar? Ég læt oft ráðast hvert ég fer að veiða á sumrin en ég reyni alltaf að prófa nýja á - svona til að halda manni við og ögra sjálfum sér pínulítið. Það er ekki hollt að vera alltaf í þægindarammanum sínum því þá þróast maður ekkert og stendur bara í stað.Álit þitt á þróun stangveiða á Íslandi og verði á veiðileyfum? Ég held að við séum að ná toppi í verði á stöng í laxveiðini og að þróunin fari að snúast meira um þjónustuna við veiðimenn og að veiðihúsin verði með meiri íburði og þægindum. En sjálf stangveiðin mun sveiflast óhjákvæmilega mikið bara með veðráttuni og á ég þá sérstaklega við hvort vatnabúskapurinn nái að vera góður yfir veiðitímann í heild.Eru einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér í veiðinni? Ég á mér eina skemtilega hefð eða sérvisku sem ég hef nú verið með í fimmtán ár og hún er sú að ég nota ekki Frances flugur eða túpur alveg sama þó ekkert annað sé að virka og er aðal ástæðan sú að það ýtir mér í að prófa einhverjar nýjar flugur og stundum hefur það leitt til skæðra leynivopna sem ég að sjálfsögðu hef fyrir mig. :-)
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði