Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2012 12:40 Þórarinn Sigþórsson með glæsilegan lax sem hann sleppti í Blöndu fyrir tveimur árum. Mynd/Stefán Sigurðsson Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Páll Magnússon útvarpsstjóri verða í fyrsta sinn í mörg ár ekki í opnunarhollinu í Blöndu á þriðjudag. Laxinn er mættur í Blöndu. Karl Lúðvíksson, forsprakki þáttanna Veitt með vinum með meiru, er meðal þeirra sem manna stangirnar fjórar í opnuninni. "Þessi opnun verður annað hvort fjörtíu laxar eða tíu en miðað við árferðið og vatn lítur þetta vel út," segir Karl - Kalli Lú. Þórarinn, eða Tóti tönn eins og hann er kallaður, hefur riðið á vaðið á svæði I í Blöndu í um áratug. Í opnunarhollinu hafa einnig verið Páll útvarpsstjóri sem fyrr segir, Egill Guðjohnsen tannlæknir og Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á. Þeir verða ekki með þegar fjörið hefst að þessu sinni. Opnun Blöndu gefur iðulega afar væna stórlaxa sem þessa dagana eru að koma sér fyrir á Breiðunni og Damminum þar sem einmitt sást tólf til fjórtán punda lax í dag. Blanda hefur verið nokkuð lituð að undanförnu en hefur verið að hreinsa sig og vatnsstaðan er góð svo vel lítur út með veiðarnar. Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Páll Magnússon útvarpsstjóri verða í fyrsta sinn í mörg ár ekki í opnunarhollinu í Blöndu á þriðjudag. Laxinn er mættur í Blöndu. Karl Lúðvíksson, forsprakki þáttanna Veitt með vinum með meiru, er meðal þeirra sem manna stangirnar fjórar í opnuninni. "Þessi opnun verður annað hvort fjörtíu laxar eða tíu en miðað við árferðið og vatn lítur þetta vel út," segir Karl - Kalli Lú. Þórarinn, eða Tóti tönn eins og hann er kallaður, hefur riðið á vaðið á svæði I í Blöndu í um áratug. Í opnunarhollinu hafa einnig verið Páll útvarpsstjóri sem fyrr segir, Egill Guðjohnsen tannlæknir og Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á. Þeir verða ekki með þegar fjörið hefst að þessu sinni. Opnun Blöndu gefur iðulega afar væna stórlaxa sem þessa dagana eru að koma sér fyrir á Breiðunni og Damminum þar sem einmitt sást tólf til fjórtán punda lax í dag. Blanda hefur verið nokkuð lituð að undanförnu en hefur verið að hreinsa sig og vatnsstaðan er góð svo vel lítur út með veiðarnar.
Stangveiði Mest lesið Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði