Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði annan hringinn á Kärnten Golf Open mótinu í Austurríki á þremur höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Skagamaðurinn lauk leik í dag á 75 höggum og var samanlagt á þremur höggum yfir pari eftir hringina tvo. Enn eiga fjölmargir kylfingar eftir að ljúka keppni en líklegt er að spila þurfi á tveimur höggum undir pari til þess að komast áfram.
Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í gær á pari. Ljóst var að Birgir Leifur þyrfti að spila enn betur í dag til að komast áfram á seinni tvo hringina. Fjórir skollar á fyrstu átta holunum bentu til þess að það tækist ekki sem varð raunin.
Birgir Leifur sigraði á fyrsta móti sumarsins í Eimskipsmótaröðinni fyrir tæpum tveimur vikum. Annað mót sumarsins fer fram í Eyjum um helgina.
Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
