Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Svavar Hávarðsson skrifar 7. júní 2012 17:01 Bjarni Júlíusson sleppir vænni hrygnu við veiðistaðinn Almenning. Svavar Hávarðsson „Botninn datt alveg úr tökunni í kuldanum í gær, og það sama var upp á teningnum í morgun. Það skilaði sér bara einn lax á land svo heildartalan er 25 laxar," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, nýkominn heim úr opnunarholli stjórnar félagsins í Norðurá. „Ég vil ekki segja að það hafi frosið í lykkjum í morgun en það var mjög kalt." Allt sauð á Eyrinni Bjarni átti einn besta veiðistað Norðurár í morgun; Eyrina sem er sérstaklega sterk snemmsumars þegar lax er að hellast inn í ána. Eitt högg var öll eftirtekjan frá sjö til hálf tíu, en þá er aðeins hálf sagan sögð. „Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist. Þetta var greinilega stór ganga sem óð þarna framhjá okkur en það skipti engu máli. Þeir tóku ekki", segir Bjarni. „Einn lax kom af Efri-Bryggju svo við enduðum með 25 laxa. Það vantaði því einn lax í metjöfnun á öldinni, sem ég spáði, en þeir laxar sem fóru af í löndun í morgun duga mér til að segja að spá mín hafi gott sem ræst." 5 laxar tóku fluguna – einn náðist á land Bjarni segir að opnun Norðurár viti á gott, og hann fagnar því sérstaklega hversu vel haldinn fiskurinn skilar sér úr sjó. Eins hafi komið lax á allar níu stangirnar frá einum og upp í sex laxa. Hann segist hlakka til að sjá veiðitölur frá hollinu sem nú tekur við á bökkum Norðurár. „Ég hlakka til að sjá tölur eftir fyrstu vakt í fyrramálið. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að veiðin verði frábær á næstu dögum." Bjarni segir að veiði í kuldakastinu í gær og í morgun hafi verið erfið í tvennum skilningi. Kuldinn reyni á veiðimenn til lengdar en laxinn geri mönnum jafnframt svolítið gramt í geði með naumum tökum. Þannig hafi menn verið að setja í marga fiska sem fljótlega hrukku af. „Sá sem að veiddi þennan eina lax í morgun setti í fjóra eða fimm laxa en aðeins einn þeirra fór á þurrt," sagði Bjarni og kvaddi með þeim orðum að eitt og annað bendi til þess að laxveiðisumarið gæti orðið betra en menn þorðu að vona. svavar@frettabladid.ismynd/svavar Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
„Botninn datt alveg úr tökunni í kuldanum í gær, og það sama var upp á teningnum í morgun. Það skilaði sér bara einn lax á land svo heildartalan er 25 laxar," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, nýkominn heim úr opnunarholli stjórnar félagsins í Norðurá. „Ég vil ekki segja að það hafi frosið í lykkjum í morgun en það var mjög kalt." Allt sauð á Eyrinni Bjarni átti einn besta veiðistað Norðurár í morgun; Eyrina sem er sérstaklega sterk snemmsumars þegar lax er að hellast inn í ána. Eitt högg var öll eftirtekjan frá sjö til hálf tíu, en þá er aðeins hálf sagan sögð. „Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist. Þetta var greinilega stór ganga sem óð þarna framhjá okkur en það skipti engu máli. Þeir tóku ekki", segir Bjarni. „Einn lax kom af Efri-Bryggju svo við enduðum með 25 laxa. Það vantaði því einn lax í metjöfnun á öldinni, sem ég spáði, en þeir laxar sem fóru af í löndun í morgun duga mér til að segja að spá mín hafi gott sem ræst." 5 laxar tóku fluguna – einn náðist á land Bjarni segir að opnun Norðurár viti á gott, og hann fagnar því sérstaklega hversu vel haldinn fiskurinn skilar sér úr sjó. Eins hafi komið lax á allar níu stangirnar frá einum og upp í sex laxa. Hann segist hlakka til að sjá veiðitölur frá hollinu sem nú tekur við á bökkum Norðurár. „Ég hlakka til að sjá tölur eftir fyrstu vakt í fyrramálið. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að veiðin verði frábær á næstu dögum." Bjarni segir að veiði í kuldakastinu í gær og í morgun hafi verið erfið í tvennum skilningi. Kuldinn reyni á veiðimenn til lengdar en laxinn geri mönnum jafnframt svolítið gramt í geði með naumum tökum. Þannig hafi menn verið að setja í marga fiska sem fljótlega hrukku af. „Sá sem að veiddi þennan eina lax í morgun setti í fjóra eða fimm laxa en aðeins einn þeirra fór á þurrt," sagði Bjarni og kvaddi með þeim orðum að eitt og annað bendi til þess að laxveiðisumarið gæti orðið betra en menn þorðu að vona. svavar@frettabladid.ismynd/svavar
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði