Eitthvað fyrir alla hjá Veiðiskóla SVAK 7. júní 2012 15:26 Kennt er á einhendu, tvíhendu auk þess sem ungt fólk fær sérstaka kennslu í veiðikúnstum. SVAK Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is. Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Veiðiskóli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) hefst nú um helgina, en þetta er fjórða árið sem hann er starfræktur. Í fyrra var metþátttaka og komu á annað hundrað manns á námskeið á vegum veiðiskólans en þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt öll fjögur árin sem skólinn hefur verið haldinn. Í sumar verða fimm námskeið í boði, sem verða endurtekin nokkrum sinnum yfir sumarið eftir þörfum. Þegar er búið að teikna upp 25 námskeið, en skólinn hefur á sínum snærum sjö kennara sem allir eru þaulreyndir veiðimenn. Námskeiðin sem þegar hafa verið skipulögð eru námskeið fyrir unglinga, veiði- og kastnámskeið fyrir byrjendur á einhendu auk námskeiðs þar sem kennt er að veiða með tvíhendu. Þá er boðið uppá námskeiðið „Lærðu á ána" þar sem boðið er uppá veiði í ám í Eyjafirði með vönum veiðimönnum. Allar frekari upplýsingar um veiðiskóla SVAK finnur þú hér: svak.is.
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði