Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 23:25 Frá opnunadeginum við Blöndu. Lax-á Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði
Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinni í Blöndu í dag og komu þeir allir á milli klukkan átta og tíu í kvöld. Í morgun veiddust 4 laxar og í gær komu 10 á land. Alls hafa því veiðst 18 laxar fyrstu tvo dagana, sem verður að teljast mjög gott. Þorsteinn Hafþórsson, sem er öllum hnútum kunnugur í Blöndu, segir að það hafi verið mjög kalt fyrir norðan í dag, aðeins um fjögurra stiga hiti. Hann segir að veiðimenn hafi séð þó nokkuð af fiski á Spítalanum, sem er veiðistaður rétt fyrir ofan veiðisvæði I. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-á, sagði Veiðivísi að stærsti laxinn á morgunvaktinni hefði verið 15 pund og veiðimenn hafi misst nokkra laxa. Opnunarhollið lýkur veiði í fyrramálið eins og í Norðurá. Norðurá er því með 24 laxa fyrir síðustu vakt en Blanda 18. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði