Snjallsímar orðnir plága á golfmótum 6. júní 2012 19:45 Mickelson kann því illa að vera myndaður eins og þarna er gert. Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira