Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 15:10 Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög