Sex laxar komnir á land í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:15 Frá veiðinni í Blöndu í morgun. Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka. Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði
Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka.
Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Opið hús hjá SVFR annað kvöld Veiði 80% aukning umsókna hjá SVFR Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði