CCP fer mikinn á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 13:59 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira