Eyðir ekki tímanum í aðrar skepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júní 2012 07:00 Tóti sleppir stórlaxi í opnun Blöndu fyrir tveimur árum. Mynd/Stefán Sigurðsson "Ég held að það verði nú ekki mikil aflabrögð ef það verða óvanir menn við veiðar þarna," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem í fyrsta skipti í háa herrans tíð er ekki við veiðar við opnun Blöndu í dag. "Það er nú bara þannig að ég á ekki vel heimangengt - ég er að fara til Rússlands að veiða og þarf aðeins á að ná andanum áður en ég fer þangað," útskýrir Þórarinn eða Tóti Tönn eins og menn þekkja hann. Þórarinn kveðst hafa verið við opnun Blöndu frá því hún varð að "alvöru laxveiðiá" með tilkomu Blönduvirkjunar. Um árbil hafa verið honum í opnunarhollinu þeir Páll Magnússon útvarpsstjóri, Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á og Egill Guðjohnsen tannlæknir. Enginn þeirra verður við opnunina nú.Ekki á vísan að róa Þórarinn segir ekki á vísan að róa fyrir hvern sem er við opnun Blöndu. "Það er langur vegur frá. Opnunin er alltaf dálítið trikkí - hún hefur gefið bæði vel og lítið, eins og gengur. Í laxafæð, eins og er nú á þessum tíma, þá þarf vana menn til að ná upp einhverju af löxum þarna," segir hann. Svæði 1 í Blöndu sem opnar í dag byggir á tveimur mögnunuðum veiðistöðum sem hvor um sig er veiddur með tveimur stöngum frá sitt hvorum bakkanum. Annar staðurinn er Dammurinn en hinn er Breiðan. Aðspurður segir Þórarinn Damminn alltaf gefa best. "En ég hef veitt þarna með Stefáni Sigurðssyni í Lax-á í þó nokkuð mörg ár og við höfum nú verið að tína ótrúlega mikið upp á flugu á Breiðunni. Við hðfum verið fjári seigir við það!"Saknar þess að vera í opnuninni Þegar rætt var við Tóta í síðustu viku viðurkenndi hann að því fylgdi nokkur eftirsjá að sleppa Blönduopnuninni. "Ég sakna þess að fara ekki, ég verð að segja það alveg eins og er - tala nú ekki þegar fer að styttast - þá verður söknuðurinn ennþá sárari," segir Tóti sem auk fyrirhugaðrar vikuferðar í Yokanga-ánna á Kólaskaga segir opnunina í dag hafa staðið illa af sér gagnvart vinnu hjá honum.Með eign reglur í eigin holli Reyndar mun Þórarinn fara í Blöndu í sumar. Það verður um miðjan júlí. "Ég er búinn að vera með holl þar sem ég hef selt út frá mér í þrjú ár. Það er alveg topptími," segir hann og útskýrir að hann hafi eigin reglur í sínu holli. "Ég sel þetta þannig að við erum tveir sem veiðum bara á flugu á Breiðunni allan tímann. Svo sel ég tvær maðkastengur sér í Damminn," segir Tóti sem kveður þá reglu sem tekin var upp í fyrra um að aðeins megi veiða á flugu á Breiðunni vera hið besta mál.Breiðan er gullstaðurinn "Breiðan er náttúrlega gullstaðurinn, frábært fluguveiðisvæði, einn skemmtilegasti fluguveiðistaður sem menn koma að á landinu," segir Tóti sem kveður menn jafnvel hafa verið "að klæmast" á Breiðunni með pungsökkum. Það styggi mikið. "Annars mega menn svo sem hafa sína hentisemi ef það truflar ekki aðra en þegar menn eru allt að því að fá þessa hlunka í hausinn hinu megin í ánni fer gamanið að grána heldur finnst mér." Tóti bætir við að frábærir og skemmtilegir maðkastaðir séu í Damminum. "En þar gefur sjaldan nokkuð að gagni á flugu. Þessir staðir eru eins og svart og hvítt, eins og tvær ár, hvort svæðið um sig.- sem er aldeilis fjölbreytni," bendir hann á.Eyði ekki tímanum í aðrar skepnur Túrinn í Yokanga er sá tíundi sem Þórarinn fer þangað. "Það er þó nokkuð síðan að við fórum þarna fyrst við Árni Baldursson í samfloti og lentum í ýmsum ævintýrum. Stærsti laxinn sem ég hef fengið þar var 44 pund. Slíkir fiskar sjást ekki hér nema bara á myndum eða í sögubókum. Það er ekki óalgengt að fá þarna 30 punda lax. Það er meiri séns á því heldur en að fá tuttugu punda lax í Laxá í Þing," segir Tóti. Aðspurður segir Þórarinn risafiskana á Kólaskaga aldeilis sprellfjöruga. "Þetta er sami stofn og hér, þessi eini sanni Atlantshafslax. Menn eiga ekki að vera að eyða tíma sínum í aðrar skepnur held ég," segir Þórarinn af lífslangri reynslu.Sér jákæðar vísbendingar í loðnunni Þrátt fyrir að Þórarinn sé lítið fyrir spádóma um aflabrögð sumarsins sem nú fer í hönd hefur hann ákveðna kenningu til að miða við. "Mér hefur fundist í gegn um tíðina að ef það gengur þokkalega á loðnunni þá haldist það í hendur við laxveiðina. Ég bíð svolítið eftir sumrinu núna því það er spennandi að vita hvort það verði einhver dálítil aukning frá því í fyrra því loðnuvertíðin var náttúrlega betri núna," segir Þórarinn að lokum. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
"Ég held að það verði nú ekki mikil aflabrögð ef það verða óvanir menn við veiðar þarna," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem í fyrsta skipti í háa herrans tíð er ekki við veiðar við opnun Blöndu í dag. "Það er nú bara þannig að ég á ekki vel heimangengt - ég er að fara til Rússlands að veiða og þarf aðeins á að ná andanum áður en ég fer þangað," útskýrir Þórarinn eða Tóti Tönn eins og menn þekkja hann. Þórarinn kveðst hafa verið við opnun Blöndu frá því hún varð að "alvöru laxveiðiá" með tilkomu Blönduvirkjunar. Um árbil hafa verið honum í opnunarhollinu þeir Páll Magnússon útvarpsstjóri, Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á og Egill Guðjohnsen tannlæknir. Enginn þeirra verður við opnunina nú.Ekki á vísan að róa Þórarinn segir ekki á vísan að róa fyrir hvern sem er við opnun Blöndu. "Það er langur vegur frá. Opnunin er alltaf dálítið trikkí - hún hefur gefið bæði vel og lítið, eins og gengur. Í laxafæð, eins og er nú á þessum tíma, þá þarf vana menn til að ná upp einhverju af löxum þarna," segir hann. Svæði 1 í Blöndu sem opnar í dag byggir á tveimur mögnunuðum veiðistöðum sem hvor um sig er veiddur með tveimur stöngum frá sitt hvorum bakkanum. Annar staðurinn er Dammurinn en hinn er Breiðan. Aðspurður segir Þórarinn Damminn alltaf gefa best. "En ég hef veitt þarna með Stefáni Sigurðssyni í Lax-á í þó nokkuð mörg ár og við höfum nú verið að tína ótrúlega mikið upp á flugu á Breiðunni. Við hðfum verið fjári seigir við það!"Saknar þess að vera í opnuninni Þegar rætt var við Tóta í síðustu viku viðurkenndi hann að því fylgdi nokkur eftirsjá að sleppa Blönduopnuninni. "Ég sakna þess að fara ekki, ég verð að segja það alveg eins og er - tala nú ekki þegar fer að styttast - þá verður söknuðurinn ennþá sárari," segir Tóti sem auk fyrirhugaðrar vikuferðar í Yokanga-ánna á Kólaskaga segir opnunina í dag hafa staðið illa af sér gagnvart vinnu hjá honum.Með eign reglur í eigin holli Reyndar mun Þórarinn fara í Blöndu í sumar. Það verður um miðjan júlí. "Ég er búinn að vera með holl þar sem ég hef selt út frá mér í þrjú ár. Það er alveg topptími," segir hann og útskýrir að hann hafi eigin reglur í sínu holli. "Ég sel þetta þannig að við erum tveir sem veiðum bara á flugu á Breiðunni allan tímann. Svo sel ég tvær maðkastengur sér í Damminn," segir Tóti sem kveður þá reglu sem tekin var upp í fyrra um að aðeins megi veiða á flugu á Breiðunni vera hið besta mál.Breiðan er gullstaðurinn "Breiðan er náttúrlega gullstaðurinn, frábært fluguveiðisvæði, einn skemmtilegasti fluguveiðistaður sem menn koma að á landinu," segir Tóti sem kveður menn jafnvel hafa verið "að klæmast" á Breiðunni með pungsökkum. Það styggi mikið. "Annars mega menn svo sem hafa sína hentisemi ef það truflar ekki aðra en þegar menn eru allt að því að fá þessa hlunka í hausinn hinu megin í ánni fer gamanið að grána heldur finnst mér." Tóti bætir við að frábærir og skemmtilegir maðkastaðir séu í Damminum. "En þar gefur sjaldan nokkuð að gagni á flugu. Þessir staðir eru eins og svart og hvítt, eins og tvær ár, hvort svæðið um sig.- sem er aldeilis fjölbreytni," bendir hann á.Eyði ekki tímanum í aðrar skepnur Túrinn í Yokanga er sá tíundi sem Þórarinn fer þangað. "Það er þó nokkuð síðan að við fórum þarna fyrst við Árni Baldursson í samfloti og lentum í ýmsum ævintýrum. Stærsti laxinn sem ég hef fengið þar var 44 pund. Slíkir fiskar sjást ekki hér nema bara á myndum eða í sögubókum. Það er ekki óalgengt að fá þarna 30 punda lax. Það er meiri séns á því heldur en að fá tuttugu punda lax í Laxá í Þing," segir Tóti. Aðspurður segir Þórarinn risafiskana á Kólaskaga aldeilis sprellfjöruga. "Þetta er sami stofn og hér, þessi eini sanni Atlantshafslax. Menn eiga ekki að vera að eyða tíma sínum í aðrar skepnur held ég," segir Þórarinn af lífslangri reynslu.Sér jákæðar vísbendingar í loðnunni Þrátt fyrir að Þórarinn sé lítið fyrir spádóma um aflabrögð sumarsins sem nú fer í hönd hefur hann ákveðna kenningu til að miða við. "Mér hefur fundist í gegn um tíðina að ef það gengur þokkalega á loðnunni þá haldist það í hendur við laxveiðina. Ég bíð svolítið eftir sumrinu núna því það er spennandi að vita hvort það verði einhver dálítil aukning frá því í fyrra því loðnuvertíðin var náttúrlega betri núna," segir Þórarinn að lokum. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði