Handbolti

Stelpurnar okkar fara ekki á EM

Úr fyrri leik liðanna í Laugardalshöll.
Úr fyrri leik liðanna í Laugardalshöll.
EM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik dó í Úkraínu í dag þegar liðið tapaði með tveimur mörkum, 22-20. Úkraína fer því á EM en þetta var hreinn úrslitaleikur um farseðil á EM.

Íslenska liðið var sjálfu sér verst í leiknum. Stelpurnar gerðu sig ítrekað seka um slæm mistök sem það mátti engan veginn við.

Þess utan átti íslenska liðið engin svör við framliggjandi varnarleik úkraínska liðsins. Þær voru að elta allan leikinn og áttu ekkert skilið úr þessum leik.

Lykilleikmenn íslenska liðsins voru fjarri sínu besta og þá aðallega skytturnar sem áttu mjög slakan leik.

Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×