Lax- og silungsveiðin 2011: Lokatölur! 1. júní 2012 16:10 Fallegur lax í opnun Breiðdalsár í fyrrasumar. Efri-Beljandi í baksýn. strengir.is Veiðimálastofnun hefur lokið úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir lax- og silungsveiðina 2011. Sumarið 2011 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi sú fjórða mesta frá upphafi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010. Af veiddum löxum voru 44.933 laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) (80,8%) og 10.709 (19,2%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 101.720 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 34.052 (87,8%) voru smálaxar, alls 78.007 kg og 4.711 (12,2%) stórlaxar, 23.713 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 10.881(64,5%) smálax og 5.998 (35,5%) stórlax. Hlutfall smálaxa sem sleppt var í heild, var 30,4% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 44%. Líkt og undanfarin ár var umtalsverð veiði á laxi í ám þar sem veiði byggist á sleppingu gönguseiða og var hún alls 12.909 laxar sem er um 23,2% af heildarstangveiðinni. Þegar litið er til þróunar í veiði úr íslenskum ám breytir þessi fjöldi myndinni umtalsvert. Að þessari veiði frátalinni var stangveiðin sumarið 2011 alls 42.730 laxar af náttúrulegum uppruna. Hafa verður í huga að hér er um að ræða veiði en ekki afla og því er hluti af þessari skráningu fiskar sem veiðst hafa oftar en einu sinni. Í netaveiði var aflinn 8.729 laxar sumarið 2011, sem samtals vógu 24.269 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 8.499 (97,3%), sem vógu 23.599 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 6.836 smálaxar en þeir vógu alls 15.054 kg og 1.893 stórlaxar sem vógu 8.895 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar. Netaveiði á laxi er nú eingöngu bundin við veiði í ám og vötnum og er mesta veiðin í stóru jökulánum á Suðurlandi, Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. Netaveiðin 2011 var 7.174 löxum (45,1%) minni en hún var 2010 og um 25,9% undir meðalveiði áranna 1974-2010. Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 47.492 laxar sem vógu alls 125.989 kg. Af þeim voru 40.888 smálaxar og 6.604 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 93.061 kg og þyngd stórlaxa 32.608 kg. Afli náttúrulegra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt var 35.730 laxar sem er um 21,1% undir meðalafla náttúrulegra laxa á árunum 1974-2010 og 32,2% minni en aflinn á árinu 2010. Alls voru skráðir 43.031 urriðar í stangveiði en af þeim var 8.216 (19,1%) sleppt aftur. Afli urriða var því 34.815 fiskar og vógu þeir 41.732 kg. Af bleikjum veiddust 25.306 en að þeim var 3.902 bleikjum (15,4%) sleppt aftur og aflinn því 21.404 bleikjur og þyngd aflans 16.089 kg. Frá árinu 2001 til 2010 hefur fjöldi stangveiddra urriða verið að meðaltali um 44 þúsund urriðar á ári. Urriðaveiði 2011 var 43.031 urriði og minnkaði um 11,8% frá árinu 2010 (48.798) en urriðaveiðin var um 3% undir meðalveiði síðustu 10 ára (44.351). Urriðaveiði hefur aukist víða í ám á Vestur- og Norðurlandi ens minnkað á Suðurlandi. Á undanförnum 10 árum hefur meðalveiði á bleikju verið 32.261 fiskur. Bleikjuveiðin 2011 var alls 25.306 sem er 21,6% undir meðaltali þess tímabils og 24,5% lægri en veiðin 2010. Almennt hefur bleikjuveiði farið minnkandi í ám landsins frá árinu 2000 og hefur minnkunin verið mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Sumarið 2011 veiddust flestir laxar í Ytri-Rangá og Hólsá vesturbakka alls 4.618 laxar, næst flestir í Eystri-Rangá 4.398 og í þriðja sæti var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu með 2.365. Ef litið er til afla (fjöldi landaðra laxa) skipa sömu ár Ytri-Rangá og Eystri-Rangá sér í 2 efstu sætin en Blanda var í þriðja sæti. Af urriðaveiðisvæðum þar sem stangveiði var stunduð veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum alls 14.608. Næst flestir urriðar veiddust í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa 4.549 og þriðja mesta urriðaveiðin var í Fremri-Laxá á Ásum með 3.622 veidda urriða. Flestar stangveiddar bleikjur veiddust í Veiðivötnum alls 7.461 en næst flestar í Fljótaá 1.978. Í þriðja sæti var Hlíðarvatn í Selvogi með 1.567 stangveiddar bleikjur. Netaveiði var mest á Suðurlandi en þar veiddust 8.499 laxar í net. Flestir þeirra veiddust í Þjórsá 4.945 laxar, 2.252 í Hvítá í Árnessýslu og 1.263 í Ölfusá. Á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust nú 153 laxar í net en þar hefur einungis verið veitt í fá net frá árinu 1991. Netaveiði í ám öðrum landshlutum var 116 laxar samanlagt. Uppgefin silungsveiði í net var alls 19.800 urriðar og 11.934 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi og var mesta skráða bleikjuveiðin í Apavatni alls 7.597 bleikjur. Rúmlega helmings fækkun hefur orðið á bleikjuveiði í net frá árinu 2010 en um 18% aukning í urriðaveiði á milli ára. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðimálastofnun hefur lokið úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir lax- og silungsveiðina 2011. Sumarið 2011 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi sú fjórða mesta frá upphafi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010. Af veiddum löxum voru 44.933 laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) (80,8%) og 10.709 (19,2%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 101.720 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 34.052 (87,8%) voru smálaxar, alls 78.007 kg og 4.711 (12,2%) stórlaxar, 23.713 kg. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 10.881(64,5%) smálax og 5.998 (35,5%) stórlax. Hlutfall smálaxa sem sleppt var í heild, var 30,4% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 44%. Líkt og undanfarin ár var umtalsverð veiði á laxi í ám þar sem veiði byggist á sleppingu gönguseiða og var hún alls 12.909 laxar sem er um 23,2% af heildarstangveiðinni. Þegar litið er til þróunar í veiði úr íslenskum ám breytir þessi fjöldi myndinni umtalsvert. Að þessari veiði frátalinni var stangveiðin sumarið 2011 alls 42.730 laxar af náttúrulegum uppruna. Hafa verður í huga að hér er um að ræða veiði en ekki afla og því er hluti af þessari skráningu fiskar sem veiðst hafa oftar en einu sinni. Í netaveiði var aflinn 8.729 laxar sumarið 2011, sem samtals vógu 24.269 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 8.499 (97,3%), sem vógu 23.599 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 6.836 smálaxar en þeir vógu alls 15.054 kg og 1.893 stórlaxar sem vógu 8.895 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar. Netaveiði á laxi er nú eingöngu bundin við veiði í ám og vötnum og er mesta veiðin í stóru jökulánum á Suðurlandi, Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. Netaveiðin 2011 var 7.174 löxum (45,1%) minni en hún var 2010 og um 25,9% undir meðalveiði áranna 1974-2010. Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 47.492 laxar sem vógu alls 125.989 kg. Af þeim voru 40.888 smálaxar og 6.604 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 93.061 kg og þyngd stórlaxa 32.608 kg. Afli náttúrulegra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt var 35.730 laxar sem er um 21,1% undir meðalafla náttúrulegra laxa á árunum 1974-2010 og 32,2% minni en aflinn á árinu 2010. Alls voru skráðir 43.031 urriðar í stangveiði en af þeim var 8.216 (19,1%) sleppt aftur. Afli urriða var því 34.815 fiskar og vógu þeir 41.732 kg. Af bleikjum veiddust 25.306 en að þeim var 3.902 bleikjum (15,4%) sleppt aftur og aflinn því 21.404 bleikjur og þyngd aflans 16.089 kg. Frá árinu 2001 til 2010 hefur fjöldi stangveiddra urriða verið að meðaltali um 44 þúsund urriðar á ári. Urriðaveiði 2011 var 43.031 urriði og minnkaði um 11,8% frá árinu 2010 (48.798) en urriðaveiðin var um 3% undir meðalveiði síðustu 10 ára (44.351). Urriðaveiði hefur aukist víða í ám á Vestur- og Norðurlandi ens minnkað á Suðurlandi. Á undanförnum 10 árum hefur meðalveiði á bleikju verið 32.261 fiskur. Bleikjuveiðin 2011 var alls 25.306 sem er 21,6% undir meðaltali þess tímabils og 24,5% lægri en veiðin 2010. Almennt hefur bleikjuveiði farið minnkandi í ám landsins frá árinu 2000 og hefur minnkunin verið mest á sunnan- og vestanverðu landinu. Sumarið 2011 veiddust flestir laxar í Ytri-Rangá og Hólsá vesturbakka alls 4.618 laxar, næst flestir í Eystri-Rangá 4.398 og í þriðja sæti var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu með 2.365. Ef litið er til afla (fjöldi landaðra laxa) skipa sömu ár Ytri-Rangá og Eystri-Rangá sér í 2 efstu sætin en Blanda var í þriðja sæti. Af urriðaveiðisvæðum þar sem stangveiði var stunduð veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum alls 14.608. Næst flestir urriðar veiddust í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa 4.549 og þriðja mesta urriðaveiðin var í Fremri-Laxá á Ásum með 3.622 veidda urriða. Flestar stangveiddar bleikjur veiddust í Veiðivötnum alls 7.461 en næst flestar í Fljótaá 1.978. Í þriðja sæti var Hlíðarvatn í Selvogi með 1.567 stangveiddar bleikjur. Netaveiði var mest á Suðurlandi en þar veiddust 8.499 laxar í net. Flestir þeirra veiddust í Þjórsá 4.945 laxar, 2.252 í Hvítá í Árnessýslu og 1.263 í Ölfusá. Á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust nú 153 laxar í net en þar hefur einungis verið veitt í fá net frá árinu 1991. Netaveiði í ám öðrum landshlutum var 116 laxar samanlagt. Uppgefin silungsveiði í net var alls 19.800 urriðar og 11.934 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi og var mesta skráða bleikjuveiðin í Apavatni alls 7.597 bleikjur. Rúmlega helmings fækkun hefur orðið á bleikjuveiði í net frá árinu 2010 en um 18% aukning í urriðaveiði á milli ára.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði