Golf

Kristján komst örugglega í gegnum niðurskurðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Þór Einarsson.
Kristján Þór Einarsson. Mynd/GSÍmyndir
Kristján Þór Einarsson úr Kili spilaði mjög vel í gær á öðrum hring sínum á á opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fer fram í Skotlandi. Kristján Þór var á pari eftir fyrsta daginn en lék annan hringinn á einu höggi undir pari. Hann er í 7. til 14. sæti þegar mótið er hálfnað. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var tveimur höggum frá því að ná niðurskurðinum.

Kristján er því búinn að leika fyrstu 36 holurnar á einu höggum undir pari og flaug hann í gegnum niðurskurðinn en aðeins 78 bestu kylfingarnir komust áfram.

Kristján Þór náði fimm fuglum á hringnum og var á tveimur undir pari þegar hann fékk skolla á 17.holunni. Kristján er í 7. til 14. sæti fyrir þriðja daginn.

Ólafur Björn Loftsson úr NK lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrstu 18 holurnar á þremur höggum yfir pari. Ólafur endaði í 92. til 117. sæti á 5 höggum yfir pari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×