Fjölskyldan til veiða á sunnudaginn! 19. júní 2012 12:23 Fátt er ánægjulegra en að verja tíma við veiðar. Smáfólkið er oft ótrúlega veiðið. Mynd/Svavar Hávarðsson Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði