Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar BBI skrifar 18. júní 2012 15:49 Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag. Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag.
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira