Evrópska handknattleikssambandið, EHF, staðfesti í dag að Ísland myndi taka sæti Hollands í lokakeppni EM í handbolta í desember. Einnig hefur verið ákveðið að mótið fari fram í Serbíu.
Holland hætti eins og kunnugt er við að halda mótið og missti um leið þátttökurétt sinn. Ísland fer inn í mótið með besta árangur þeirra liða sem lentu í þriðja sæti.
Leikið verður á sömu stöðum í Serbíu og á EM karla í janúar.
Dregið verður í riðla fyrir mótið þann 22. júní næstkomandi.
Stelpurnar okkar fara á EM eftir allt saman

Mest lesið


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti





Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn

