Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2012 01:09 Hér sést mynd af einum laxanna sem er nýgenginn upp stigann við Ægissíðufoss og graf um göngu þeirra tólf sem þegar hafa gengið stigann. Hvað ætli margir á því stóra svæði sem er neðan fossins? Mynd/Vaki Það voru komnir tólf laxar upp í gegnum teljarann í stiganum við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá um hádegið í gær. Þeir eru allir yfir 75 sentimetrar að lengd, sá stærsti rétt við 100 sentimetrana, sem sagt allt stórlaxar, eins og árstíminn gefur tilefni til. Rétt er að hnykkja á þeirri staðreynd að á þessum tíma í júní hefur sjaldnast orðið vart við mikið af fiski í ánni, en lax er þar mjög seingenginn. Veðivísir hafði samband við Benedikt Hálfdanarson, sölustjóra hjá hátæknifyrirtækinu Vaka, en fyrirtækið hannar og smíðar teljarana sem notaðir eru í íslenskum ám við að telja og stærðarmæla fisk í laxastigum. Teljarinn kallast Árvaki (Riverwatcher) sem gerir kleift að fylgjast með göngu fiska án þess að fara að ánni í hvert sinn þegar menn vilja grennslast fyrir um fjölda göngufiska. Með myndavél ,sem er hluti af búnaði teljarans, eru teknar myndir sjálfkrafa sem hægt er að nota við að tegunda- og kyngreina fisk. Svo nákvæmur er búnaðurinn að hægt er að greina hvort fiskur er uggaklipptur eða jafnvel hvort um eldisfisk er að ræða. Vart þarf að taka fram að tegund, stærð og fleira er auðvelt að greina. Þessi tækni gefur okkur eftirfarandi sýn á það sem er að gerast í Ytri-Rangá, ákkúrat núna. Einn lax gekk 30. maí og tveir daginn eftir. Einn mætti 9. júní; fimm þann ellefta og einn þann tólfta. Tveir komu í fyrradag. Ekki er ólíklegt að fleiri hafi gengið upp stigann seinni partinn í gær því upplýsingar úr teljaranum hafa sýnt að allir laxar sem ganga stigann í Ytri gera það frá klukkan 15:00 til 23:00 „Það er mynstur sem við sjáum þarna allt sumarið. Ekkert af fiski syndir í gegnum teljarann á nóttunni og lítið fram yfir hádegi við Ægissíðufoss", segir Benedikt sem gefur annað dæmi um möguleika teljaranna til að gefa veiðimönnum jafnt sem fræðimönnum mikilvægar upplýsingar um hegðun fiska í viðkomandi vistkerfi. Í heildina eru um 40 teljarar frá Vaka í ám hér á landi en yfir 300 teljarar í heiminum öllum. Fyrirtækið getur nálgast gögn í gegnum símkerfi á degi hverjum og forvitnir veiðimenn geta farið að láta sér hlakka til því Vakamenn vinna að lausn „sem sendir gögnin sjálfkrafa inn á netið beint frá teljurunum þannig að þá ættu áhugasamir að geta skoðað hvað er að gerast, að minnsta kosti í sumum ám, dag frá degi," segir Benedikt. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Það voru komnir tólf laxar upp í gegnum teljarann í stiganum við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá um hádegið í gær. Þeir eru allir yfir 75 sentimetrar að lengd, sá stærsti rétt við 100 sentimetrana, sem sagt allt stórlaxar, eins og árstíminn gefur tilefni til. Rétt er að hnykkja á þeirri staðreynd að á þessum tíma í júní hefur sjaldnast orðið vart við mikið af fiski í ánni, en lax er þar mjög seingenginn. Veðivísir hafði samband við Benedikt Hálfdanarson, sölustjóra hjá hátæknifyrirtækinu Vaka, en fyrirtækið hannar og smíðar teljarana sem notaðir eru í íslenskum ám við að telja og stærðarmæla fisk í laxastigum. Teljarinn kallast Árvaki (Riverwatcher) sem gerir kleift að fylgjast með göngu fiska án þess að fara að ánni í hvert sinn þegar menn vilja grennslast fyrir um fjölda göngufiska. Með myndavél ,sem er hluti af búnaði teljarans, eru teknar myndir sjálfkrafa sem hægt er að nota við að tegunda- og kyngreina fisk. Svo nákvæmur er búnaðurinn að hægt er að greina hvort fiskur er uggaklipptur eða jafnvel hvort um eldisfisk er að ræða. Vart þarf að taka fram að tegund, stærð og fleira er auðvelt að greina. Þessi tækni gefur okkur eftirfarandi sýn á það sem er að gerast í Ytri-Rangá, ákkúrat núna. Einn lax gekk 30. maí og tveir daginn eftir. Einn mætti 9. júní; fimm þann ellefta og einn þann tólfta. Tveir komu í fyrradag. Ekki er ólíklegt að fleiri hafi gengið upp stigann seinni partinn í gær því upplýsingar úr teljaranum hafa sýnt að allir laxar sem ganga stigann í Ytri gera það frá klukkan 15:00 til 23:00 „Það er mynstur sem við sjáum þarna allt sumarið. Ekkert af fiski syndir í gegnum teljarann á nóttunni og lítið fram yfir hádegi við Ægissíðufoss", segir Benedikt sem gefur annað dæmi um möguleika teljaranna til að gefa veiðimönnum jafnt sem fræðimönnum mikilvægar upplýsingar um hegðun fiska í viðkomandi vistkerfi. Í heildina eru um 40 teljarar frá Vaka í ám hér á landi en yfir 300 teljarar í heiminum öllum. Fyrirtækið getur nálgast gögn í gegnum símkerfi á degi hverjum og forvitnir veiðimenn geta farið að láta sér hlakka til því Vakamenn vinna að lausn „sem sendir gögnin sjálfkrafa inn á netið beint frá teljurunum þannig að þá ættu áhugasamir að geta skoðað hvað er að gerast, að minnsta kosti í sumum ám, dag frá degi," segir Benedikt. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði