Hera Björk gerist búðarkona 15. júní 2012 16:00 Ljósmynd/Anton Brink „Langþráður draumur um að verða búðarkona og mikil ástríða fyrir fallegum gömlum og nýjum hlutum," svarar Hera Björk þegar hún er spurð af hverju hún ætlar að opna búð á Laugaveginum á næstu dögum. „Við verðum á Laugavegi 83 og búðin heitir „Púkó & smart". Nafnið hefur fylgt mér og mínum lengi og segir allt sem segja þarf. Þetta er svona „yin & yang" – maður verður að vera pínu púkó til að vera smart og öfugt. Ég ætla að selja allt fyrir hreiðrið, hugann og holdið. Við verðum með fallegar heimilis- og gjafavörur, dásamlegu klæðin hennar Birtu í JUNIFORM, smá gourmet-matvöru, bækur, blöð og fleira og fleira." Hvað með sönginn? „Það er allt á sömu brautinni þar. Syngja mikið og syngja meira. Fullt af spennandi hlutum í bígerð og ekkert slegið af í þeim efnum." Tekur Halldór eiginmaður þinn þátt í búðarrekstrinum? „Já, við erum í þessu saman dúllurnar. Hann er viðskiptamenntaður þannig að við erum flott dúó. Ég uppfull af hugmyndum og æði áfram eins og flugdreki og hann heldur í böndin og stýrir með annarri," segir Hera.Facebook síða Púkó og Smart. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Langþráður draumur um að verða búðarkona og mikil ástríða fyrir fallegum gömlum og nýjum hlutum," svarar Hera Björk þegar hún er spurð af hverju hún ætlar að opna búð á Laugaveginum á næstu dögum. „Við verðum á Laugavegi 83 og búðin heitir „Púkó & smart". Nafnið hefur fylgt mér og mínum lengi og segir allt sem segja þarf. Þetta er svona „yin & yang" – maður verður að vera pínu púkó til að vera smart og öfugt. Ég ætla að selja allt fyrir hreiðrið, hugann og holdið. Við verðum með fallegar heimilis- og gjafavörur, dásamlegu klæðin hennar Birtu í JUNIFORM, smá gourmet-matvöru, bækur, blöð og fleira og fleira." Hvað með sönginn? „Það er allt á sömu brautinni þar. Syngja mikið og syngja meira. Fullt af spennandi hlutum í bígerð og ekkert slegið af í þeim efnum." Tekur Halldór eiginmaður þinn þátt í búðarrekstrinum? „Já, við erum í þessu saman dúllurnar. Hann er viðskiptamenntaður þannig að við erum flott dúó. Ég uppfull af hugmyndum og æði áfram eins og flugdreki og hann heldur í böndin og stýrir með annarri," segir Hera.Facebook síða Púkó og Smart.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira