Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! 27. júní 2012 10:17 Veiðin er miklu mun betri en á sama tíma í fyrra. Mynd/vilhelm Gunnarsson Veiðin í Elliðaánum er frábær um þessar mundir, þó svo að eftirmiðdagsvaktirnar séu erfiðar í blíðunni sem glatt hefur borgarbúa undanfarið. Að sögn Ólafs E. Jóhannssonar veiðivarðar er greinileg aukning í laxagöngum miðað við árið í fyrra. Fyrstu sjö dagarnir gáfu nú 102 laxa á fjórar stangir, en samsvarandi veiði á sama tíma í fyrra var 56 laxar. Því er um nálega tvöföldun að ræða í veiðitölum, segir í frétt á vef SVFR. Á mánudaginn höfðu 90 laxar gengið teljarann við rafstöðina. Á sama tíma í fyrra höfðu tíu laxar gengið upp á efri svæðin, þannig að laxagangan í ár er miklu meiri miðað við sumarið í fyrra. Langá rauf 100 laxa múrinn í gær Langá á Mýrum fór yfir 100 laxa í gær. Það er frábær árangur á einni viku en fram til þessa hefur verið veitt á átta stangir í ánni. Nú bregður svo við að megnið af veiðinni er tekinn fyrir ofan Skuggafoss. Mikill gönguhraði er á laxinum og því eru það miðsvæðin frá Glanna upp að Sveðjufossi sem eru að skila þessari frábæru veiði, en Langá hefur alla jafna verið flokkuð sem síðsumarsá miðað við landshluta. Talsvert af laxi er genginn laxastigann í Sveðjufossi, sem þýðir að vart þarf að bíða lengi uns laxar fara að veiðast í efstu veiðistöðum. Sjá nánar á svfr.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Veiðin í Elliðaánum er frábær um þessar mundir, þó svo að eftirmiðdagsvaktirnar séu erfiðar í blíðunni sem glatt hefur borgarbúa undanfarið. Að sögn Ólafs E. Jóhannssonar veiðivarðar er greinileg aukning í laxagöngum miðað við árið í fyrra. Fyrstu sjö dagarnir gáfu nú 102 laxa á fjórar stangir, en samsvarandi veiði á sama tíma í fyrra var 56 laxar. Því er um nálega tvöföldun að ræða í veiðitölum, segir í frétt á vef SVFR. Á mánudaginn höfðu 90 laxar gengið teljarann við rafstöðina. Á sama tíma í fyrra höfðu tíu laxar gengið upp á efri svæðin, þannig að laxagangan í ár er miklu meiri miðað við sumarið í fyrra. Langá rauf 100 laxa múrinn í gær Langá á Mýrum fór yfir 100 laxa í gær. Það er frábær árangur á einni viku en fram til þessa hefur verið veitt á átta stangir í ánni. Nú bregður svo við að megnið af veiðinni er tekinn fyrir ofan Skuggafoss. Mikill gönguhraði er á laxinum og því eru það miðsvæðin frá Glanna upp að Sveðjufossi sem eru að skila þessari frábæru veiði, en Langá hefur alla jafna verið flokkuð sem síðsumarsá miðað við landshluta. Talsvert af laxi er genginn laxastigann í Sveðjufossi, sem þýðir að vart þarf að bíða lengi uns laxar fara að veiðast í efstu veiðistöðum. Sjá nánar á svfr.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði