Golf

Hlynur Geir: Fínt að vera með heimsmeistara á pokanum

Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar
Benedikt Magnússon og Hlynur Geir Hjartarson.
Benedikt Magnússon og Hlynur Geir Hjartarson. seth
Hlynur Geir Hjartarson er með heimsmeistara sem aðstoðarmann á Íslandsmótinu í holukeppni og er Hlynur ekki í vafa um að kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon hafi haft góð áhrif á sig á undanförnum dögum.

„Benni er án efa sterkasti kylfuberinn á þessu móti, hann er heimsmeistari öldunga í réttstöðulyftu. Við erum með samkomulag í gangi, ég kenni honum golf og hann er að aðstoða mig við líkamsræktina sem ég stunda hjá honum. Þetta er góð samvinna sem er að skila sér," sagði Hlynur Geir í dag. „Benni er algjörlega „all in" í golfinu núna, hann byrjað hjá mér í apríl í fyrra og hann æfir örugglega meira en ég, allavega þrisvar sinnum meira en ég," sagði Hlynur Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×