Golf

Átta manna úrslitin hafin hjá körlunum

Birgir Leifur er líklegur til afreka.
Birgir Leifur er líklegur til afreka. vísir/daníel
Riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni er lokið og nú er ljóst hvernig átta manna úrslitin líta út. Það er ljóst að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Arnór Ingi Finnbjörnsson, ver ekki titilinn því hann er fallinn úr leik.

Keppt var í átta riðlum og fór sigurvegari hvers riðils áfram.

Rimmurnar í átta manna úrslitum:

Hlynur Geir Hjartarson GOS - Guðjón Henning Hilmarsson GKG

Tryggvi Pétursson GR - Rúnar Arnórsson GK

Andri Þór Björnsson GR - Haraldur Franklín Magnús GR

Birgir Leifur Hafþórsson GKG - Alfreð Brynjar Kristinsson GKG

Önnur umferð riðlakeppninnar hjá konunum er enn í gangi og dró til tíðinda í Riðli 1.

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistarann Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR af velli og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum í kvennaflokki.

Riðlakeppninni hjá konunum lýkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×