Góðir vættir við Selá og Hofsá Svavar Hávarðsson skrifar 23. júní 2012 09:00 Frá húsinu er útsýni yfir marga frábæra veiðistaði Selár Mynd/Karen Þórólfsdóttir "Við sóttum í smiðju sérfræðinga Árnastofnunar um að fá góða vætti í veiðihúsin í Vopnafirði og standa við Hofsá og Selá," segir Orri Vigfússon, sem opnar nýtt veiðihús á bökkum Selár í Vopnafirði um helgina. "Við opnum formlega á sunnudaginn en smá hópur hitar sig aðeins upp fyrst. Hér er bullandi fiskur fyrir neðan foss, svo allt stefnir í glæsilega opnun í Selá." Nýja veiðihúsið við Selá, sem má fullyrða að er eitt hið glæsilegasta á Íslandi, hefur verið gefið nafnið Fossgerði . Um er að ræða 960 m² hús með tíu stórum herbergjum auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Fossgerði stendur spölkorn neðan við Selárfoss og útsýni er úr öllum herbergjum yfir rómaða veiðistaði í ánni. Tilkoma hins nýja veiðihúss bætir allan aðbúnað og þjónustu. Jafnframt opnast nýir möguleikar fyrir veiðimenn og skipulag veiðifyrirkomulags við ána. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson og verkfræðihönnun annaðist Gústaf Vífilsson á Teiknistofunni Óðinstorgi. Heimamenn og fyrirtæki á Vopnafirði hafa séð um alla vinnu við byggingu hússins. Aðrar framkvæmdir við Selá Eins og kunnugt er hefur Orri og hans fólk gert margt til að auka laxagengd í Selá, netalagnir voru keyptar upp, hrygningarstofninn efldur, byggðir laxastigar og fleira. Árangur hefur verið góður, enda mettölur að koma úr Vopnafirðinum að undanförnu. Má geta þess einnig að nýlega var undirritaður samningur milli Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Selár um tíu ára leigu árinnar. Miðgarðsormurinn og Loki Hér að ofan vitnar Orri til þess að ákveðið var að leita til Árnastofnunar til að færa góða vætti í húsin við árnar í Vopnafirði. Var að ráði að vinna stórar sögufrægar myndir úr Melsteðs Eddu, sem sýna Loka Laufeyjarson með netið góða sem átti að fanga hann úr Franangursfossi forðum. Tvær aðrar myndir unnar og er verið að innramma þær allar svo unnt sé að skreyta veggina í veiðihúsinu. Um Melsteðs Eddu má fræðast hér. Loki Laufeyjarson með netið í bakgrunni. Fræg er goðsögnin um lögun laxins úr Mesteðs Eddu: Loki Laufeyjarson hafði brugðið sér í laxalíki til að sleppa undan hefnd ása eftir að Loki hafði orðið valdur að dauða Baldurs hins góða. Æsir fara með net á eftir Loka í fossinn Franangursfoss: "Fara nú æsir enn upp til fossins í þriðja sinn og skipta liðinu í tvo staði. Þór veður þá eftir miðri ánni og fara svo til sjávar. En Loki sér tvo kosti: Var það lífsháski að hlaupa í sjóinn en honum var annar að hlaupa yfir netið og það gerði hann, og hljóp sem snarast yfir netþinulinn. Þór greip eftir honum og náði um hann svo að staðar nam höndin við sporðinn og fyrir þá sök er laxinn aftan mjór alla ævin síðar." Þór dregur Miðgarðsorm í veiðiferð með Hlyni jötniJakob Sigurðsson skrifaði og myndskreytti fjölmörg sagna- og kvæðahandrit á sinni tíð. Hann hóf búskap upp úr tvítugu með Ingveldi Sigurðardóttur. Þau bjuggu á ýmsum kotum á Austurlandi, fyrst í Breiðdal en lengst af í Vopnafirði, síðast á Breiðumýri í Selárdal þar sem Jakob dó árið 1779, liðlega fimmtugur faðir a.m.k. sjö barna. Verk hans eru verðmætur vitnisburður um andlega auðlegð í fátæktarbasli 18. aldar.Heimild: Upplýsingar um Jakob Sigurðsson og handritið hans eru úr grein Gísla Sigurðssonar, Melsteðs Edda: Síðasta handritið heim?, (Handritin 2002). Valhöll og geitin HeiðrúnÚr spenum Heiðrúnar rennur mjöður sá er allir einherjar verða fulldrukknir af. Einherjar berjast alla daga sér til skemmtunar og ríða svo heim til hallar að kvöldi og setjast til drykkju.Heimild: Melsteðs Edda. SÁM 66, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
"Við sóttum í smiðju sérfræðinga Árnastofnunar um að fá góða vætti í veiðihúsin í Vopnafirði og standa við Hofsá og Selá," segir Orri Vigfússon, sem opnar nýtt veiðihús á bökkum Selár í Vopnafirði um helgina. "Við opnum formlega á sunnudaginn en smá hópur hitar sig aðeins upp fyrst. Hér er bullandi fiskur fyrir neðan foss, svo allt stefnir í glæsilega opnun í Selá." Nýja veiðihúsið við Selá, sem má fullyrða að er eitt hið glæsilegasta á Íslandi, hefur verið gefið nafnið Fossgerði . Um er að ræða 960 m² hús með tíu stórum herbergjum auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Fossgerði stendur spölkorn neðan við Selárfoss og útsýni er úr öllum herbergjum yfir rómaða veiðistaði í ánni. Tilkoma hins nýja veiðihúss bætir allan aðbúnað og þjónustu. Jafnframt opnast nýir möguleikar fyrir veiðimenn og skipulag veiðifyrirkomulags við ána. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson og verkfræðihönnun annaðist Gústaf Vífilsson á Teiknistofunni Óðinstorgi. Heimamenn og fyrirtæki á Vopnafirði hafa séð um alla vinnu við byggingu hússins. Aðrar framkvæmdir við Selá Eins og kunnugt er hefur Orri og hans fólk gert margt til að auka laxagengd í Selá, netalagnir voru keyptar upp, hrygningarstofninn efldur, byggðir laxastigar og fleira. Árangur hefur verið góður, enda mettölur að koma úr Vopnafirðinum að undanförnu. Má geta þess einnig að nýlega var undirritaður samningur milli Veiðiklúbbsins Strengs og Veiðifélags Selár um tíu ára leigu árinnar. Miðgarðsormurinn og Loki Hér að ofan vitnar Orri til þess að ákveðið var að leita til Árnastofnunar til að færa góða vætti í húsin við árnar í Vopnafirði. Var að ráði að vinna stórar sögufrægar myndir úr Melsteðs Eddu, sem sýna Loka Laufeyjarson með netið góða sem átti að fanga hann úr Franangursfossi forðum. Tvær aðrar myndir unnar og er verið að innramma þær allar svo unnt sé að skreyta veggina í veiðihúsinu. Um Melsteðs Eddu má fræðast hér. Loki Laufeyjarson með netið í bakgrunni. Fræg er goðsögnin um lögun laxins úr Mesteðs Eddu: Loki Laufeyjarson hafði brugðið sér í laxalíki til að sleppa undan hefnd ása eftir að Loki hafði orðið valdur að dauða Baldurs hins góða. Æsir fara með net á eftir Loka í fossinn Franangursfoss: "Fara nú æsir enn upp til fossins í þriðja sinn og skipta liðinu í tvo staði. Þór veður þá eftir miðri ánni og fara svo til sjávar. En Loki sér tvo kosti: Var það lífsháski að hlaupa í sjóinn en honum var annar að hlaupa yfir netið og það gerði hann, og hljóp sem snarast yfir netþinulinn. Þór greip eftir honum og náði um hann svo að staðar nam höndin við sporðinn og fyrir þá sök er laxinn aftan mjór alla ævin síðar." Þór dregur Miðgarðsorm í veiðiferð með Hlyni jötniJakob Sigurðsson skrifaði og myndskreytti fjölmörg sagna- og kvæðahandrit á sinni tíð. Hann hóf búskap upp úr tvítugu með Ingveldi Sigurðardóttur. Þau bjuggu á ýmsum kotum á Austurlandi, fyrst í Breiðdal en lengst af í Vopnafirði, síðast á Breiðumýri í Selárdal þar sem Jakob dó árið 1779, liðlega fimmtugur faðir a.m.k. sjö barna. Verk hans eru verðmætur vitnisburður um andlega auðlegð í fátæktarbasli 18. aldar.Heimild: Upplýsingar um Jakob Sigurðsson og handritið hans eru úr grein Gísla Sigurðssonar, Melsteðs Edda: Síðasta handritið heim?, (Handritin 2002). Valhöll og geitin HeiðrúnÚr spenum Heiðrúnar rennur mjöður sá er allir einherjar verða fulldrukknir af. Einherjar berjast alla daga sér til skemmtunar og ríða svo heim til hallar að kvöldi og setjast til drykkju.Heimild: Melsteðs Edda. SÁM 66, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði