Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju 20. júní 2012 16:30 Botnleðja í ham á X-mas tónleikunum í vetur. Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.Glæsilegur ferill Hafnfirsku rokksveitina Botnleðju þarf vart að kynna fyrir neinum sönnum tónlistarunnenda. Hljómsveitin var stofnuð í Hafnarfirði árið 1994 og ári seinna sigraði hún Músíktilraunir. Í sigurlaun hlaut hljómsveitin hljóðverstíma í Stúdíó Sýrland og voru tímarnir nýttir til þess að taka upp fyrstu hljóðversplötu Botnleðju sem fékk nafnið Drullumall og kom út árið 1995. Ári seinna kom svo platan Fólk er fífl út við gríðargóðar viðtökur. Velgengni Botnleðju hélt áfram og var hljómsveitin m.a. fengin til að sjá um upphitun fyrir hljómsveitir líkt og Pulp, Super Furry Animals, The Prodigy og síðast en ekki síst Blur. Liðsmenn Blur hrifust svo af Botnleðju að meðlimum sveitanna varð vel til vina og var Botnleðju boðið að sjá um upphitun fyrir Blur í Bretlandi þar sem þeir léku undir nafninu Silt. Í lok árs 1996 sópaði Botnleðja svo að sér verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Næstu mánuðum eyddi Botnleðja í mikil ferðalög um Evrópu og Bandaríkin og nýtti frítímann í að semja efni á næstu plötu, Magnyl, sem kom út árið 1998. Bæði aðdáendur og gagnrýnendur voru sammála um að þarna væri komið sannkallað meistarastykki í íslenskri rokksögu. Sveitin var þó hvergi nærri hætt og breytti örlítið um stefnu þegar að platan Douglas Dakota kom út árið 2000. Árið 2003 kom svo út fyrsta og eina plata Botnleðju sem sungin er á ensku og heitir sú plata Iceland National Park. Árið 2005 ákvað sveitin að taka sér pásu sem stóð yfir í heil sjö ár en hljómsveitin kom svo fram á X-mas tónleikum X-977 í desember 2011. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson sem var góður vinur meðlima Botnleðju. Kom þá í ljós að hljómsveitin hafði engu gleymt og því var ákveðið að halda tvenna tónleika nú í júní sem heppnuðust gríðarlega vel. Hægt er að sjá sveitina flytja lagið Þið eruð frábær á sjónvarpssíðu Vísis. Í haust er síðan stefnt á útgáfu safnplötu með bestu lögum sveitarinnar og er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í könnuninni á visir.is/botnledja. Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.Glæsilegur ferill Hafnfirsku rokksveitina Botnleðju þarf vart að kynna fyrir neinum sönnum tónlistarunnenda. Hljómsveitin var stofnuð í Hafnarfirði árið 1994 og ári seinna sigraði hún Músíktilraunir. Í sigurlaun hlaut hljómsveitin hljóðverstíma í Stúdíó Sýrland og voru tímarnir nýttir til þess að taka upp fyrstu hljóðversplötu Botnleðju sem fékk nafnið Drullumall og kom út árið 1995. Ári seinna kom svo platan Fólk er fífl út við gríðargóðar viðtökur. Velgengni Botnleðju hélt áfram og var hljómsveitin m.a. fengin til að sjá um upphitun fyrir hljómsveitir líkt og Pulp, Super Furry Animals, The Prodigy og síðast en ekki síst Blur. Liðsmenn Blur hrifust svo af Botnleðju að meðlimum sveitanna varð vel til vina og var Botnleðju boðið að sjá um upphitun fyrir Blur í Bretlandi þar sem þeir léku undir nafninu Silt. Í lok árs 1996 sópaði Botnleðja svo að sér verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum. Næstu mánuðum eyddi Botnleðja í mikil ferðalög um Evrópu og Bandaríkin og nýtti frítímann í að semja efni á næstu plötu, Magnyl, sem kom út árið 1998. Bæði aðdáendur og gagnrýnendur voru sammála um að þarna væri komið sannkallað meistarastykki í íslenskri rokksögu. Sveitin var þó hvergi nærri hætt og breytti örlítið um stefnu þegar að platan Douglas Dakota kom út árið 2000. Árið 2003 kom svo út fyrsta og eina plata Botnleðju sem sungin er á ensku og heitir sú plata Iceland National Park. Árið 2005 ákvað sveitin að taka sér pásu sem stóð yfir í heil sjö ár en hljómsveitin kom svo fram á X-mas tónleikum X-977 í desember 2011. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson sem var góður vinur meðlima Botnleðju. Kom þá í ljós að hljómsveitin hafði engu gleymt og því var ákveðið að halda tvenna tónleika nú í júní sem heppnuðust gríðarlega vel. Hægt er að sjá sveitina flytja lagið Þið eruð frábær á sjónvarpssíðu Vísis. Í haust er síðan stefnt á útgáfu safnplötu með bestu lögum sveitarinnar og er vonast eftir því að sem flestir taki þátt í könnuninni á visir.is/botnledja.
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira