Kristján vann í Hvaleyrinni eftir dramatískan bráðabana | Ólafur Björn á -25 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 13:31 Kristján Þór Einarsson vann dramatískan sigur í Hafnarfirði. Mynd/GVA Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira