Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Trausti Hafliðason skrifar 7. júlí 2012 11:00 Réttarfoss og Réttarstrengur þann 5. júlí síðastliðinn. Vatnsmagnið í ánni er lítið eins og sést vel á þessari mynd. Mynd / Trausti Hafliðason Við vorum fimm sem lögðum leið okkar í Hrútafjarðará á miðvikudaginn. Allir vorum við að koma þarna í fyrsta skiptið og þrátt fyrir ótrúlegt vatnsleysi urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Áin er afar fjölbreytt. Eins og oft er þá rennur hún á flatlendi neðst, þar sem eyrar og lágir grasbakkar henta einhendunni mjög vel. Þegar ofar dregur breytir áin um svip og hylirnir verða smám saman dýpri og þrengri, þó breiðir hún úr sér á milli. Efst rennur hún í gljúfrum sem margir hverjir minna á svæði fjögur í Stóru Laxá - ekki leiðum að líkjast. Það er ágætt að taka það fram strax að hér á Veiðivísi birtist frétt í fyrradag um að fyrsti laxinn hefði veiðst í Hrútafjarðará þann 5. júlí. Það var misskilningur sem orsakaðist af því að lax sem veiddist 2. júlí var ekki skráður í veiðibók. Þann 2. júlí veiddist sem sagt 68 sentímetra hrygna í Hólmahyl. Bleikjur í LaxabjarnarhylFalleg ríflega þriggja punda sjóbleikja úr Laxabjarnarhyl.Mynd / Trausti HafliðasonÞegar við komum í ána þann 4. júlí sáum við að hollið á undan okkur hafði ekki veitt neitt. Það var kannski ekki til að auka bjartsýnina enda höfðum við séð á leið okkar að veiðihúsinu að áin var mjög vatnslítil - vægt til orða tekið. Hvað sem því líður þá vorum við komnir þarna til að veiða og á fyrstu vaktinni náðum við ríflega þriggja punda sjóbleikju úr Laxabjarnarhyl, en sá hylur er fyrir neðan þjóðveg og nálægt ósum árinnar. Allan tímann sem við vorum við veiðar sáum við mikið af bleikju kyssa vatnsyfirborðið á þessum stað og nálægum veiðistöðum eins og Hólmahyl og Dumbafljóti. Eins og tíðkast með bleikjuna þá tekur hún nett og oft brugðumst við einfaldlega of seint við. Samt sem áður náðum við tveimur bleikjum til viðbótar af þessu svæði áður en yfir lauk. Þessar þrjár bleikjur voru á bilinu 47 til 49 sentímetra langar. Í Hólmahyl sáum við oft lax bylta sér eða jafnvel stökkva. Við áttuðum okkur fljótt á því að grynningarnar fyrir ofan hylinn stöðvuðu laxinn á leið sinni upp ána því við höfðum veitt og skyggnt alla veiðistaði upp að Ármótum og ekki séð bröndu. Laxinn í Hólmahyl var tregur til. Við sýndum honum ýmsar stærðir og gerðir af flugum en það var ekki fyrr en einn okkar setti Black Brahan með krók númer 12 undir að hann sættist á agnið og fyrsti lax ferðarinnar kom á land. Stórlaxar efst í ánniVeiðistaðurinn Stokkur er mjög ofarlega í Hrútafjarðará. Þarna sáust tveir stórir tveggja ára laxar.Mynd / Trausti HafliðasonFimmtudagskvöldið leiddi ýmislegt forvitnilegt í ljós. Helmingurinn hópnum, eða ríflega það, ákvað að fara alla leið upp að Réttarfossi, sem er efsti veiðistaður Hrútafjarðarár. Það var ekki laust við að tár eða tvö hefðu fæðst á kinnum okkar því vatnsleysið var slíkt að einungis litlar sprænur féllu fram af fossbrúninni og litlar steinvölur stóðu upp úr hinum fornfræga Réttarstreng. Í venjulegu árferði er þessi tíu metra hái foss tignarlegur að sjá. Á leið okkar til baka hugsuðum við með okkur - hví vorum við að taka stangirnar með okkur hingað uppeftir - sú hugsun hvarf úr huga okkar innan nokkurra mínútna. Þegar við vorum um það bil komnir að bílnum ákvað einn okkar að skyggna Stokk, veiðistað sem er um það bil 4-500 metrum fyrir neðan Réttarfoss. Sjónin sem þar blasti við var ótrúleg. Þarna lágu tveir staurar, eins og við kjósum að kalla þá. Þetta voru sem sagt tveggja ára laxar, silfurbjartir, líklega um 90 sentímetra langir. Auðvitað er ómögulegt að dæma stærðina en þetta voru svo sannarlega engir smálaxar - langt í frá. Þar sem sá er skyggndi hafði ekki búist við neinu nema tærum, tómum hyl, þá óð hann fram á klettabrúnina og laxinn sá um leið að þarna var vágestur. Það var því sama hvað við reyndum, hann fúlsaði við öllu og hló líklega innra með sér að þessum vitleysingum sem í glampandi sól stóðu fremst bjargbrúninni og svipuðust um - við vorum líklega jafn áberandi og rauðglóandi fullt tungl. Risaganga í DumbafljótiVið Ármótin voru laxar að stökkva í gærmorgun.Mynd / Trausti HafliðasonAnnað forvitnilegt gerðist þetta fimmtudagskvöld, því hinn helmingurinn af hópnum, eða tæplega það, varð vitni að risagöngu á neðstu svæðunum - Dumbafljóti og Laxabjarnarhyl. Töldu þeir líklegt að þarna hefðu verið um 30 til 40 laxar á ferð. Menn rifu sig því upp í gærmorgun með von og bjartsýni í hjarta vitandi að lax hafði gengið upp í Stokk og risaganga kraumað í neðstu hyljunum kvöldið áður. Svo fór að um morguninn sáum við lax stökkva í Ármótunum og einn okkar tók sinn fyrsta flugulax í Hólmahyl. Það er ekki slæmt að eiga þá sögu í farteskinu að hafa veitt fyrsta flugulaxinn í Hrútafjarðará, sumarið sem hún var í sögulegu lágmarki. Ég segi í sögulegu lágmarki því í gær hitti ég bóndann í Hrútatungu. Maður á besta aldri sem hefur alla sína tíð búið á þessum stað. Hann var að snúa heyi þegar hann sá mig standa við gamla þjóðveginn. Greinilega þyrstur í fréttir af veiði hætti hann vinnu og keyrði á gamla Ford-traktornum til mín. Við áttum gott spjall þar sem hann sagði mér að aldrei hefði hann séð ána jafn vatnslitla. Hann bætti því við að ef það myndi rigna duglega í tvo daga þá yrði veisla í Hrútafjarðará. Nú vonumst við eftir rigningu.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Við vorum fimm sem lögðum leið okkar í Hrútafjarðará á miðvikudaginn. Allir vorum við að koma þarna í fyrsta skiptið og þrátt fyrir ótrúlegt vatnsleysi urðum við ekki fyrir vonbrigðum. Áin er afar fjölbreytt. Eins og oft er þá rennur hún á flatlendi neðst, þar sem eyrar og lágir grasbakkar henta einhendunni mjög vel. Þegar ofar dregur breytir áin um svip og hylirnir verða smám saman dýpri og þrengri, þó breiðir hún úr sér á milli. Efst rennur hún í gljúfrum sem margir hverjir minna á svæði fjögur í Stóru Laxá - ekki leiðum að líkjast. Það er ágætt að taka það fram strax að hér á Veiðivísi birtist frétt í fyrradag um að fyrsti laxinn hefði veiðst í Hrútafjarðará þann 5. júlí. Það var misskilningur sem orsakaðist af því að lax sem veiddist 2. júlí var ekki skráður í veiðibók. Þann 2. júlí veiddist sem sagt 68 sentímetra hrygna í Hólmahyl. Bleikjur í LaxabjarnarhylFalleg ríflega þriggja punda sjóbleikja úr Laxabjarnarhyl.Mynd / Trausti HafliðasonÞegar við komum í ána þann 4. júlí sáum við að hollið á undan okkur hafði ekki veitt neitt. Það var kannski ekki til að auka bjartsýnina enda höfðum við séð á leið okkar að veiðihúsinu að áin var mjög vatnslítil - vægt til orða tekið. Hvað sem því líður þá vorum við komnir þarna til að veiða og á fyrstu vaktinni náðum við ríflega þriggja punda sjóbleikju úr Laxabjarnarhyl, en sá hylur er fyrir neðan þjóðveg og nálægt ósum árinnar. Allan tímann sem við vorum við veiðar sáum við mikið af bleikju kyssa vatnsyfirborðið á þessum stað og nálægum veiðistöðum eins og Hólmahyl og Dumbafljóti. Eins og tíðkast með bleikjuna þá tekur hún nett og oft brugðumst við einfaldlega of seint við. Samt sem áður náðum við tveimur bleikjum til viðbótar af þessu svæði áður en yfir lauk. Þessar þrjár bleikjur voru á bilinu 47 til 49 sentímetra langar. Í Hólmahyl sáum við oft lax bylta sér eða jafnvel stökkva. Við áttuðum okkur fljótt á því að grynningarnar fyrir ofan hylinn stöðvuðu laxinn á leið sinni upp ána því við höfðum veitt og skyggnt alla veiðistaði upp að Ármótum og ekki séð bröndu. Laxinn í Hólmahyl var tregur til. Við sýndum honum ýmsar stærðir og gerðir af flugum en það var ekki fyrr en einn okkar setti Black Brahan með krók númer 12 undir að hann sættist á agnið og fyrsti lax ferðarinnar kom á land. Stórlaxar efst í ánniVeiðistaðurinn Stokkur er mjög ofarlega í Hrútafjarðará. Þarna sáust tveir stórir tveggja ára laxar.Mynd / Trausti HafliðasonFimmtudagskvöldið leiddi ýmislegt forvitnilegt í ljós. Helmingurinn hópnum, eða ríflega það, ákvað að fara alla leið upp að Réttarfossi, sem er efsti veiðistaður Hrútafjarðarár. Það var ekki laust við að tár eða tvö hefðu fæðst á kinnum okkar því vatnsleysið var slíkt að einungis litlar sprænur féllu fram af fossbrúninni og litlar steinvölur stóðu upp úr hinum fornfræga Réttarstreng. Í venjulegu árferði er þessi tíu metra hái foss tignarlegur að sjá. Á leið okkar til baka hugsuðum við með okkur - hví vorum við að taka stangirnar með okkur hingað uppeftir - sú hugsun hvarf úr huga okkar innan nokkurra mínútna. Þegar við vorum um það bil komnir að bílnum ákvað einn okkar að skyggna Stokk, veiðistað sem er um það bil 4-500 metrum fyrir neðan Réttarfoss. Sjónin sem þar blasti við var ótrúleg. Þarna lágu tveir staurar, eins og við kjósum að kalla þá. Þetta voru sem sagt tveggja ára laxar, silfurbjartir, líklega um 90 sentímetra langir. Auðvitað er ómögulegt að dæma stærðina en þetta voru svo sannarlega engir smálaxar - langt í frá. Þar sem sá er skyggndi hafði ekki búist við neinu nema tærum, tómum hyl, þá óð hann fram á klettabrúnina og laxinn sá um leið að þarna var vágestur. Það var því sama hvað við reyndum, hann fúlsaði við öllu og hló líklega innra með sér að þessum vitleysingum sem í glampandi sól stóðu fremst bjargbrúninni og svipuðust um - við vorum líklega jafn áberandi og rauðglóandi fullt tungl. Risaganga í DumbafljótiVið Ármótin voru laxar að stökkva í gærmorgun.Mynd / Trausti HafliðasonAnnað forvitnilegt gerðist þetta fimmtudagskvöld, því hinn helmingurinn af hópnum, eða tæplega það, varð vitni að risagöngu á neðstu svæðunum - Dumbafljóti og Laxabjarnarhyl. Töldu þeir líklegt að þarna hefðu verið um 30 til 40 laxar á ferð. Menn rifu sig því upp í gærmorgun með von og bjartsýni í hjarta vitandi að lax hafði gengið upp í Stokk og risaganga kraumað í neðstu hyljunum kvöldið áður. Svo fór að um morguninn sáum við lax stökkva í Ármótunum og einn okkar tók sinn fyrsta flugulax í Hólmahyl. Það er ekki slæmt að eiga þá sögu í farteskinu að hafa veitt fyrsta flugulaxinn í Hrútafjarðará, sumarið sem hún var í sögulegu lágmarki. Ég segi í sögulegu lágmarki því í gær hitti ég bóndann í Hrútatungu. Maður á besta aldri sem hefur alla sína tíð búið á þessum stað. Hann var að snúa heyi þegar hann sá mig standa við gamla þjóðveginn. Greinilega þyrstur í fréttir af veiði hætti hann vinnu og keyrði á gamla Ford-traktornum til mín. Við áttum gott spjall þar sem hann sagði mér að aldrei hefði hann séð ána jafn vatnslitla. Hann bætti því við að ef það myndi rigna duglega í tvo daga þá yrði veisla í Hrútafjarðará. Nú vonumst við eftir rigningu.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði