Ekki sá stærsti í fjóra áratugi 19. júlí 2012 15:55 Þessi lax var veiddur fyrr í sumar. Mynd / Svavar 110 sentímetra laxinn sem veiddist í Laxá í Aðaldal 11. júlí var ekki sá stærsti síðustu fjóra áratugi. Nokkur dæmi eru um stærri laxa á undanförnum árum. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, skrifar stuttan pistil á vef Landssambands veiðifélaga þar sem hann segir: "Ég lét þess getið í síðustu viku, í tengslum við fréttina um stórlaxinn úr Laxá í Aðaldal, að við fljótlega athugun hefði ég ekki fundið heimildir um annan stærri síðastliðna fjóra áratugi. Mér hefur verið rækilega bent á að ég hefði átt að leita betur," segir Þorsteinn í pistli á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. "Úr Vatnsdalsá fékk ég þær fréttir að þar hefði veiðst 115 cm langur lax þann 20. september 2006. Þar er líka til mynd af öðrum laxi – 122 cm löngum, sem veiddist 1998. Árið þar á undan bókuðu franskir veiðimenn 123 cm langan lax, sem því miður vantar mynd af." Veiðivísir greindi frá viðureign Björns Magnússonar við stórlaxinn í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Fréttina má lesa hér.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
110 sentímetra laxinn sem veiddist í Laxá í Aðaldal 11. júlí var ekki sá stærsti síðustu fjóra áratugi. Nokkur dæmi eru um stærri laxa á undanförnum árum. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundareykjardal, skrifar stuttan pistil á vef Landssambands veiðifélaga þar sem hann segir: "Ég lét þess getið í síðustu viku, í tengslum við fréttina um stórlaxinn úr Laxá í Aðaldal, að við fljótlega athugun hefði ég ekki fundið heimildir um annan stærri síðastliðna fjóra áratugi. Mér hefur verið rækilega bent á að ég hefði átt að leita betur," segir Þorsteinn í pistli á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. "Úr Vatnsdalsá fékk ég þær fréttir að þar hefði veiðst 115 cm langur lax þann 20. september 2006. Þar er líka til mynd af öðrum laxi – 122 cm löngum, sem veiddist 1998. Árið þar á undan bókuðu franskir veiðimenn 123 cm langan lax, sem því miður vantar mynd af." Veiðivísir greindi frá viðureign Björns Magnússonar við stórlaxinn í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Fréttina má lesa hér.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði