Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag 18. júlí 2012 14:13 Veiðin í Elliðaánum er að líkum sú besta á landinu til þessa þegar dagsveiði á stöng er höfð til hliðsjónar. Mynd/Svavar Hávarðsson Alls höfðu 504 laxar veiðst í Elliðaánum í gærkvöldi og endurspegla þær aflatölur frábæra veiði í ánum allt frá opnun ánna þann 20. júní. Óhætt að segja að á opnunardaginn hafi tónninn verið gefinn fyrir áframhaldið, en 31 lax veiddist í opnunni eins og sagt er frá á vef SVFR. Teljarinn við Rafstöðina sýnir að um 800 laxar hafa gengið um hann frá opnun hans sem var laust eftir miðjan júnímánuð. Meira af laxi hefur gengið í Elliðaárnar miðað við sama tíma í fyrra og veiðin er líka umtalsvert betri. Munar þar ríflega 100 löxum. Meðalveiðin í ánum það sem af er veiðitímabilinu er tæplega 3,5 laxar á stöng á dag og er leitun að betri aflabrögðum í laxveiðiám á landinu. Vatnsbúskapur Elliðaánna er með ágætum, þrátt fyrir langvarandi þurrka undanfarnar vikur. Meðalrennsli ánna um þessar mundir er um 1,8 rúmmetrar sem er gott sumarrennsli. Lax er að ganga í árnar á hverju flóði og nú styttist í stórstreymið og má búast við kröftugum göngum næstu daga ef að líkum lætur. Mun það væntanlega skila sér í áframhaldsandi góðri veiði. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Alls höfðu 504 laxar veiðst í Elliðaánum í gærkvöldi og endurspegla þær aflatölur frábæra veiði í ánum allt frá opnun ánna þann 20. júní. Óhætt að segja að á opnunardaginn hafi tónninn verið gefinn fyrir áframhaldið, en 31 lax veiddist í opnunni eins og sagt er frá á vef SVFR. Teljarinn við Rafstöðina sýnir að um 800 laxar hafa gengið um hann frá opnun hans sem var laust eftir miðjan júnímánuð. Meira af laxi hefur gengið í Elliðaárnar miðað við sama tíma í fyrra og veiðin er líka umtalsvert betri. Munar þar ríflega 100 löxum. Meðalveiðin í ánum það sem af er veiðitímabilinu er tæplega 3,5 laxar á stöng á dag og er leitun að betri aflabrögðum í laxveiðiám á landinu. Vatnsbúskapur Elliðaánna er með ágætum, þrátt fyrir langvarandi þurrka undanfarnar vikur. Meðalrennsli ánna um þessar mundir er um 1,8 rúmmetrar sem er gott sumarrennsli. Lax er að ganga í árnar á hverju flóði og nú styttist í stórstreymið og má búast við kröftugum göngum næstu daga ef að líkum lætur. Mun það væntanlega skila sér í áframhaldsandi góðri veiði. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði