Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli 16. júlí 2012 21:20 Veiðihúsið í Bíldsfelli sést hér í fjarska. Mynd / Trausti Hafliðason Svo virðist sem veiðin í Bíldsfellinu sé að hrökkva í gang. Bræður sem veiddu þarna um á sunnudaginn sendu Stangaveiðifélagi Reykjavíkur nokkrar línur um gang mála. Í bréfinu segir meðal annars: "Þegar við hófum veiðar höfðu 32 laxar verið skráðir í bókina þannig að þetta fer rólega af stað í Soginu. Við höfum aldrei veitt þarna áður þannig að við renndum dálítið blint í Sogið, þegar við byrjuðum að veiða. Minnugir þess að Sogið getur verið varhugavert þá vorum við í flotvestunum allan tímann sem við veiddum, og sama gerðu aðrir veiðimenn. Enda fór það svo að einn veiðimaður fór á flot og tók nokkur sundtök." Samkvæmt bréfinu virðist sem lax hafi verið að ganga í Soginu um helgina: "Fyrir hádegið fengum við einn í Sakkarhólma og aðrir veiðimenn fengu einn við Efra Horn. Þá kom einn 5 punda sjóbirtingur úr Tóftum. Eftir hádegið fengum við ekki fleiri fiska á okkar stöng en einn og sami veiðimaðurinn fékk fjóra tveggja ára laxa, sem komu úr Efri Garði, Neðri Garði, Tóftum og Melhorni. Allt fiskar á bilinu 85-90 sm og allir fengust þeir á svartan Toby. Það var engu líkar en að fiskur væri að ganga sem eru afar góðar fréttir. Kannski er veiðin eitthvað að taka við sér. " Undir bréfið. sem birtist á vef SVFR, skrifar "sáttur veiðimaður".trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Svo virðist sem veiðin í Bíldsfellinu sé að hrökkva í gang. Bræður sem veiddu þarna um á sunnudaginn sendu Stangaveiðifélagi Reykjavíkur nokkrar línur um gang mála. Í bréfinu segir meðal annars: "Þegar við hófum veiðar höfðu 32 laxar verið skráðir í bókina þannig að þetta fer rólega af stað í Soginu. Við höfum aldrei veitt þarna áður þannig að við renndum dálítið blint í Sogið, þegar við byrjuðum að veiða. Minnugir þess að Sogið getur verið varhugavert þá vorum við í flotvestunum allan tímann sem við veiddum, og sama gerðu aðrir veiðimenn. Enda fór það svo að einn veiðimaður fór á flot og tók nokkur sundtök." Samkvæmt bréfinu virðist sem lax hafi verið að ganga í Soginu um helgina: "Fyrir hádegið fengum við einn í Sakkarhólma og aðrir veiðimenn fengu einn við Efra Horn. Þá kom einn 5 punda sjóbirtingur úr Tóftum. Eftir hádegið fengum við ekki fleiri fiska á okkar stöng en einn og sami veiðimaðurinn fékk fjóra tveggja ára laxa, sem komu úr Efri Garði, Neðri Garði, Tóftum og Melhorni. Allt fiskar á bilinu 85-90 sm og allir fengust þeir á svartan Toby. Það var engu líkar en að fiskur væri að ganga sem eru afar góðar fréttir. Kannski er veiðin eitthvað að taka við sér. " Undir bréfið. sem birtist á vef SVFR, skrifar "sáttur veiðimaður".trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði