Fyrir fáeinum árum létu mörg helstu stórfyrirtæki landsins hnýta fyrir sig laxaflugur í litum fyrirtækisins. Flestar þeirra reyndust dægurflugur og lifðu ekki af "góðærið". Fáeinar sönnuðu sig þó, lifa enn og gefa góða veiði. Eimskipafélagsflugan er ein af þeim.
Flugan, sem er mjög falleg, hvít, blá og grá, er hnýtt á silfurþríkrók og gefur best í stærðum frá 10 til 14.
Uppskrift:
Krókur - VMC silfurþríkrækja
Tvinni - Hvítur UNI 8/0
Stél - Hvítt hrosshár og nokkrir silfurlitaðir glitþræðir
Vöf - Ávalt UNI silfurtinsel
Búkur - Grátt ullarband
Skegg - Hvítar fanir af hænu hálsfjöður
Undirvængur - Hvítt hrosshár
Yfirvængur - Blátt hrosshár
Haus - Hvítur
Fyrirtækjafluga sem lifði góðærið af
