Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag.
Ísland þurfti að vinna upp tólf högga forskot Portúgals til þess að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM. Það varð ansi stórt bil að brúa og íslenska liðinu gekk ekkert að saxa á forskot Portúgalana.
Ísland náði aðeins að vinna eitt högg á Portúgal og varð því ellefu höggum frá sæti á EM. England varð í efsti sæti á 11 höggum undir pari.
Holland kom næst á einu höggi undir pari, Portúgal endaði á 11 yfir pari og Ísland á 22 höggum yfir pari.
Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku best í íslenska liðinu á mótinu eða á 3 höggum yfir pari. Ólafur lék á 70 höggum í dag en Guðmundur á 72.
Kristján Þór Einarsson kláraði mótið á 5 höggum yfir pari og bauð upp á 73 högg í dag. Haraldur Franklín Magnús lék mótið á 9 höggum yfir pari og kláraði á 72 höggum í dag.
Guðjón Henning Hilmarsson lék á 78 höggum í dag og samtals á 11 yfir pari. Andri Þór Björnsson endaði á 12 höggum yfir pari og spilaði á 74 höggum í dag.
Íslenska golflandsliðið fer ekki á EM

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti
