Danka Podovac: Erum með besta liðið í deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2012 09:00 Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Danka Podovac, serbneski miðjumaður Eyjakvenna í Pepsi-deildinni, var valin í úrvalslið fyrri hluta mótsins sem tilkynnt var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í gær. Danka hlaut einnig verðlaun hjá Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu í fyrradag þar sem hún var valin besti leikmaður júnímánaðar. „Mér líður mjög vel á öðru ári mínu í Vestmannaeyjum. Við lentum í þriðja sæti í fyrra og í ár tel ég að við getum gert töluvert betur. Við höfum betra lið og mikill styrkur í hópnum og fólkinu í kringum liðið," segir Danka sem hefur spilað hér á landi frá árinu 2006. Hún spilaði þrjú tímabil með Keflavík áður en hún gekk til liðs við Fylki þar sem hún spilaði sumarið 2009. Þór/KA naut liðsinnis hennar sumarið 2010 áður en hún færði sig til Eyja fyrir síðustu leiktíð. „Ég tel þetta vera sterkasta liðið sem ég hef spilað með á tíma mínum á Íslandi. Vera mín hjá öllum liðunum þar sem ég hef spilað hefur styrkt mig sem leikmann," segir Danka sem er margreyndur serbneskur landsliðsmaður og hefur mætt Íslandi oftar en einu sinni. „Við höfum alltaf tapað," segir Danka og hlær en landslið Serba hefur styrkst töluvert undanfarin ár. Til marks um það náði liðið jafntefli gegn Englendingum fyrir skömmu. Danka fer varlega í yfirlýsingar þótt hún sé klár á því hvaða lið í deildinni sé sterkast. „Ég tel okkur vera besta liðið í deildinni en samkeppnin er hörð á toppinum. Mótið er hins vegar aðeins hálfnað og mikilvægt að gleyma sér ekki. Við einbeitum okkur bara að næsta leik," segir Danka. Eyjakonur geta hvílt sig á morgun þegar átta liða úrslit Borgunarbikarsins fara fram. Liðið féll úr leik eftir ótrúlegan leik gegn Breiðabliki í Eyjum sem fór í vítaspyrnukeppni að loknu 4-4 jafntefli. „Tapið í Eyjum gegn Breiðabliki í bikarnum var slæmur dagur hjá okkur. Nú einbeitum við okkur að deildinni og gerum okkar besta," segir Danka.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira