Dræmt á efstu svæðum Blöndu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júlí 2012 08:15 Laxar hafa sést og veiðst allt frá upphafi veiðitímabilsins á svæði IV í Blöndu en hafa þó verið heldur tregir til að taka það sem af er. Myn / Garðar Veiðin á þremur efstu svæðum Blöndu hefur farið afar hægt af stað fyrstu þrjár vikur veiðitímabilsins. Þannig hafa aðeins verið bókaðir tíu laxar á stangirnar þrjár á svæði III, sautján laxar á sex stangir á svæði II og 22 laxar á þrjár stangir á svæði IV. Veiðin er því nokkuð lítil á hverja stöng á þessum svæðum eða lauslega reiknað 0,2 laxar á hvern stangardag sem hefur verið í boði. Þess ber þó að geta að viðveran á svæði II hefur ekki verið mikil. Hins vegar hafa um 300 laxar komið á land á svæði I að sögn Birgittu H. Halldórsdóttur, veiðivarðar á Syðri-Löngumýri. Blanda er þannig alls komin í um 350 veidda laxa. Birgitta segir menn þó hafa séð talsverðar nýjar göngur í ána á síðustu dögum. Birgitta, sem einnig annast veiðivörslu í Svartá, segir að menn sem voru þar við veiðar í gærmorgun hafi verið kampakátir eftir að hafa veitt sjö laxa úr göngu sem þá fór upp ána. Í Svartá var heildartalan komin í 30 laxa Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Veiðin á þremur efstu svæðum Blöndu hefur farið afar hægt af stað fyrstu þrjár vikur veiðitímabilsins. Þannig hafa aðeins verið bókaðir tíu laxar á stangirnar þrjár á svæði III, sautján laxar á sex stangir á svæði II og 22 laxar á þrjár stangir á svæði IV. Veiðin er því nokkuð lítil á hverja stöng á þessum svæðum eða lauslega reiknað 0,2 laxar á hvern stangardag sem hefur verið í boði. Þess ber þó að geta að viðveran á svæði II hefur ekki verið mikil. Hins vegar hafa um 300 laxar komið á land á svæði I að sögn Birgittu H. Halldórsdóttur, veiðivarðar á Syðri-Löngumýri. Blanda er þannig alls komin í um 350 veidda laxa. Birgitta segir menn þó hafa séð talsverðar nýjar göngur í ána á síðustu dögum. Birgitta, sem einnig annast veiðivörslu í Svartá, segir að menn sem voru þar við veiðar í gærmorgun hafi verið kampakátir eftir að hafa veitt sjö laxa úr göngu sem þá fór upp ána. Í Svartá var heildartalan komin í 30 laxa
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði