Golf

Íslandsmótið í höggleik: Lokadagurinn í beinni á Vísi

Fjórði og síðasti dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Það er mikil spenna í bæði karla- og kvennaflokki en nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í kvöld.

Haraldur Franklín Magnús GR og Rúnar Arnórsson GK eru efstir og jafnir í karlaflokki á íslandsmótinu í höggleik en þeir eru báðir á samtals 5 höggum undir pari. Þórður Rafn Gissurarson GR er þriðji á samtals á þremur höggum undir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir GL hefur 1 höggs forystu fyrir lokahringinn hjá konunum. Valdís er samtals á 8 höggum yfir pari eftir 52 holur og er einu höggi á undan Tinnu Jóhannsdóttur úr GK sem er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Anna Sólveig Snorradóttir einnig úr GL en hún er tveimur höggum á eftir Valdísi.

Sigurður Elvar Þórólfsson mun lýsa því sem fer fram á Strandarvelli í dag og honum til aðstoðar verður Þorsteinn Hallgrímsson.

Til þess að sjá útsendinguna hér á Vísi þar einungis að smella á hlekkinn hér fyrir ofan: "Horfa á myndskeið með frétt".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×