Rúnar Arnórsson og Signý Arnórsdóttir systir hans voru í miklu fuglastuði á þriðja degi Íslandsmótsins í höggleik í dag. Rúnar fékk sjö fugla og Signý var með fimm fugla. Rúnar er í efsta sæti hjá körlunum en Signý er sjötta hjá konunum.
Rúnar fékk fimm fugla á fyrstu sjö holum dagsins og náði alls sjö fuglum á hringnum. Hann fékk fleiri fugla í dag (7) en á fyrstu tveimur hringunum (6). Rúnar lék holurnar átján á fjórum höggum undir pari og hefur því leikið tvo af þremur hringum mótsins á 66 höggum.
Signý lék hringinn á einu höggi yfir pari og sem var tíu höggum betri spilamennska hjá henni en í gær. Hún komst fyrir vikið upp í sjötta sætið en er engu að síður átta höggum á eftir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem er í forystu. Signý fékk fimm fugla í dag en hafði "bara"fengið fjóra fugla samanlagt á fyrstu 36 holunum á mótinu.
Rúnar og Signý fengu bæði fugla á fyrstu, fimmtu og sjöundu holu en Rúnar var síðan með fugla á annarri, fjórðu, fjórtándu og sextándu en Signý vann síðan líka högg á tveimur síðustu holunum á hringnum.
Keilis-systkinin með tólf fugla saman í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn