Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 2-1 | Stjarnan í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum skrifar 27. júlí 2012 15:34 Mynd/Valli Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Þór/KA í framlengdum leik í Garðabænum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Fyrri hálfleikurinn var eign Stjörnukvenna sem tókst þó aðeins að koma boltanum einu sinni í markið. Þar var á ferðinni markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir en hún afgreiddi boltann þá snyrtilega neðst í fjærhornið eftir að hafa leikið laglega á varnarmann norðankvenna. Þrátt fyrir þunga sókn tókst Stjörnunni ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og gestirnir því enn inni í leiknum. Allt annað var að sjá til þeirra eftir upphafsflautið í síðari hálfleik og Sandra María Jessen jafnaði fljótlega metin með draumamarki. Markið var ekki ósvipað marki Marco Van Basten í úrslitaleik EM karla árið 1988 nema boltinn skoppaði og skotið ögn lausara. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigur, Stjarnan skör fleiri, en allt kom fyrir ekki og framlenging staðreynd. Ashley Bares fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora af stuttu færi. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar réðust úrslitin. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa fékk þá boltann fyrir utan teig og hamraði hann óverjandi í fjærhornið. Fyllilega verðskuldaður sigur Stjörnunnar sem mætir Val í bikarúrslitum 25. ágúst. Liðsmenn Þór/KA eiga þó heiður skilinn fyrir endurkomu sína í síðari hálfleik en töpuðu gegn sterkari andstæðingi. Gunnhildur Yrsa: Mikilvægasta og fallegasta markið mitt„Þær unnu okkur seinast hérna og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og hetja Stjörnunnar. Mark Gunnhildar var einkar glæsilegt, hörkuskot fyrir utan teig sem Chantel Jones í marki norðankvenna átti engan möguleika í. „Þetta er örugglega það mikilvægasta sem ég hef skorað og jú örugglega það flottasta líka. Ég er ekki mikið að setjann," sagði Gunnhildur létt en ótrúlegur kraftur var í skotinu miðað við að komið var fram á 106. mínútu. „Nei, ég átti smá orku eftir og ég ákvað að setja hana alla í skotið," segir Gunnhildur Yrsa og hrósaði nýjum liðsmönnum sínum Kate Deines og Veronicu Perez fyrir þeirra framlag. „Mér fannst þær frábærar. Önnur spilaði allar 120 mínúturnar og það sást ekki að þetta væri hennar fyrsti leikur. Hún spilaði frábærlega," sagði Gunnhildur sem hvetur fólk til að fjölmenna á úrslitaleikinn gegn Val þann 25. ágúst. Jóhann Kristinn: Ekki verið að hnjúta um peningahrúgur fyrir norðan„Ég er ofsalega vonsvikinn, alveg svakalega. Við ætluðum að vinna þennan bikar. Þær langaði það svo mikið og ég vona að allir sem komu að þessu hjá okkur hafi séð það. Þær gáfu allt, bókstaflega allt og aðeins rúmlega, í leikinn," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og gestirnir komust lítið áleiðis. Þór/KA mætti þó mun betur stemmt til síðari hálfleiks. „Ef það eru til lið á Íslandi sem detta í gang á móti Stjörnunni og fara að gera einhverjar rósir þá höfum við að minnsta kosti ekki spilað við þau. Þetta er bara svo erfitt lið að eiga við að þú þarft að slást fyrir hverju einasta smáatriði," sagði Jóhann aðspurður um muninn á leik gestanna í fyrri hálfleik og þeim síðari. Katrín Ásbjörnsdóttir var á varamannabekk Þór/KA en hitaði ekki einu sinni upp. „Það er svekkjandi fyrir okkur og hana. Meiðslin tóku sig það illa upp að hún gat ekki spilað. Hún hefur spilað rosalega vel fyrir okkur og átt hlut í flestum mörkum sem við höfum skorað," sagði Jóhann og hrósaði Hafrúnu Olgeirsdóttur sem byrjaði í stöðu fremsta manns. Bikardraumur Akureyringa er úti en liðið stendur vel að vígi í deildinni. Þar hefur liðið fimm stiga forskot og er töluvert rætt um ævintýri norðankvenna í sumar sem enn lifir þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ef þetta er ævintýri eins og margir tala um teljum við að það endi vel eins og þau flest. Fyrir okkur," sagði Jóhann léttur. Stjarnan bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum á dögunum. Aðspurður hvort Akureyringar ætli að styrkja sig segir Jóhann Kristinn mjög erfitt fyrir liðið að styrkja sig. „Stjarnan er að gera mjög stóra hluti með að taka þessa tvo mjög sterku leikmenn inn. Þó önnur (Veronica Perez) hafi kannski ekki sýnt sitt rétta andlit held ég að hún verði drjúg fyrir þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn með góða ferilskrá sem hafa sannað sig," sagði Jóhann og greinilegt að honum finnst liðsstyrkur Garðbæinga mikill. „Að bæta þeim tveimur við þann hóp sem þær höfðu fyrir. Almáttur. Mönnum er alvara hér í Garðabænum," segir Jóhann Kristinn. Aðspurður hvort þeir peningar sem virðast vera til í Garðabænum séu ekki til norðan heiða segir Jóhann: „Ég hef ekki verið að hnjóta um peningahrúgur fyrir norðan. Við erum samt eins og öll lið að kíkja í kringum okkur. Við erum ekkert að spila ellefu gegn ellefu á æfingum. Við erum bara rétt rúmlega ellefu svo við erum að skoða hvort við getum styrkt okkur en það er mjög erfitt," sagði Jóhann. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu með 2-1 sigri gegn Þór/KA í framlengdum leik í Garðabænum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Fyrri hálfleikurinn var eign Stjörnukvenna sem tókst þó aðeins að koma boltanum einu sinni í markið. Þar var á ferðinni markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir en hún afgreiddi boltann þá snyrtilega neðst í fjærhornið eftir að hafa leikið laglega á varnarmann norðankvenna. Þrátt fyrir þunga sókn tókst Stjörnunni ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og gestirnir því enn inni í leiknum. Allt annað var að sjá til þeirra eftir upphafsflautið í síðari hálfleik og Sandra María Jessen jafnaði fljótlega metin með draumamarki. Markið var ekki ósvipað marki Marco Van Basten í úrslitaleik EM karla árið 1988 nema boltinn skoppaði og skotið ögn lausara. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigur, Stjarnan skör fleiri, en allt kom fyrir ekki og framlenging staðreynd. Ashley Bares fékk besta færi leiksins í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora af stuttu færi. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar réðust úrslitin. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa fékk þá boltann fyrir utan teig og hamraði hann óverjandi í fjærhornið. Fyllilega verðskuldaður sigur Stjörnunnar sem mætir Val í bikarúrslitum 25. ágúst. Liðsmenn Þór/KA eiga þó heiður skilinn fyrir endurkomu sína í síðari hálfleik en töpuðu gegn sterkari andstæðingi. Gunnhildur Yrsa: Mikilvægasta og fallegasta markið mitt„Þær unnu okkur seinast hérna og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og hetja Stjörnunnar. Mark Gunnhildar var einkar glæsilegt, hörkuskot fyrir utan teig sem Chantel Jones í marki norðankvenna átti engan möguleika í. „Þetta er örugglega það mikilvægasta sem ég hef skorað og jú örugglega það flottasta líka. Ég er ekki mikið að setjann," sagði Gunnhildur létt en ótrúlegur kraftur var í skotinu miðað við að komið var fram á 106. mínútu. „Nei, ég átti smá orku eftir og ég ákvað að setja hana alla í skotið," segir Gunnhildur Yrsa og hrósaði nýjum liðsmönnum sínum Kate Deines og Veronicu Perez fyrir þeirra framlag. „Mér fannst þær frábærar. Önnur spilaði allar 120 mínúturnar og það sást ekki að þetta væri hennar fyrsti leikur. Hún spilaði frábærlega," sagði Gunnhildur sem hvetur fólk til að fjölmenna á úrslitaleikinn gegn Val þann 25. ágúst. Jóhann Kristinn: Ekki verið að hnjúta um peningahrúgur fyrir norðan„Ég er ofsalega vonsvikinn, alveg svakalega. Við ætluðum að vinna þennan bikar. Þær langaði það svo mikið og ég vona að allir sem komu að þessu hjá okkur hafi séð það. Þær gáfu allt, bókstaflega allt og aðeins rúmlega, í leikinn," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og gestirnir komust lítið áleiðis. Þór/KA mætti þó mun betur stemmt til síðari hálfleiks. „Ef það eru til lið á Íslandi sem detta í gang á móti Stjörnunni og fara að gera einhverjar rósir þá höfum við að minnsta kosti ekki spilað við þau. Þetta er bara svo erfitt lið að eiga við að þú þarft að slást fyrir hverju einasta smáatriði," sagði Jóhann aðspurður um muninn á leik gestanna í fyrri hálfleik og þeim síðari. Katrín Ásbjörnsdóttir var á varamannabekk Þór/KA en hitaði ekki einu sinni upp. „Það er svekkjandi fyrir okkur og hana. Meiðslin tóku sig það illa upp að hún gat ekki spilað. Hún hefur spilað rosalega vel fyrir okkur og átt hlut í flestum mörkum sem við höfum skorað," sagði Jóhann og hrósaði Hafrúnu Olgeirsdóttur sem byrjaði í stöðu fremsta manns. Bikardraumur Akureyringa er úti en liðið stendur vel að vígi í deildinni. Þar hefur liðið fimm stiga forskot og er töluvert rætt um ævintýri norðankvenna í sumar sem enn lifir þrátt fyrir tapið í kvöld. „Ef þetta er ævintýri eins og margir tala um teljum við að það endi vel eins og þau flest. Fyrir okkur," sagði Jóhann léttur. Stjarnan bætti við sig tveimur erlendum leikmönnum á dögunum. Aðspurður hvort Akureyringar ætli að styrkja sig segir Jóhann Kristinn mjög erfitt fyrir liðið að styrkja sig. „Stjarnan er að gera mjög stóra hluti með að taka þessa tvo mjög sterku leikmenn inn. Þó önnur (Veronica Perez) hafi kannski ekki sýnt sitt rétta andlit held ég að hún verði drjúg fyrir þær. Þetta eru rosalega sterkir leikmenn með góða ferilskrá sem hafa sannað sig," sagði Jóhann og greinilegt að honum finnst liðsstyrkur Garðbæinga mikill. „Að bæta þeim tveimur við þann hóp sem þær höfðu fyrir. Almáttur. Mönnum er alvara hér í Garðabænum," segir Jóhann Kristinn. Aðspurður hvort þeir peningar sem virðast vera til í Garðabænum séu ekki til norðan heiða segir Jóhann: „Ég hef ekki verið að hnjóta um peningahrúgur fyrir norðan. Við erum samt eins og öll lið að kíkja í kringum okkur. Við erum ekkert að spila ellefu gegn ellefu á æfingum. Við erum bara rétt rúmlega ellefu svo við erum að skoða hvort við getum styrkt okkur en það er mjög erfitt," sagði Jóhann.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira