Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur - 0-2 | Valur í úrslit fimmta árið í röð 27. júlí 2012 15:29 Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins. Fyrri hálfleikurinn var vægast sagt viðburðalítill og liðin virkuðu bæði taugaóstyrk og erfilega gekk að móta sóknarleikinn. Valsarar voru örlítið hættulegri og sköpuðu sér nokkur ágætt færi sem þær náðu ekki að nýta sér. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst af krafti og Valsstelpur komust strax í færi þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af hálfleiknum. Það gaf greinilega tóninn fyrir hvernig Valsstúlkur ætluðu að nálgast síðari hálfleikinn og voru þær ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Johanna Rasmussen skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hún stýrði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Dóru Maríu Lárusdóttir. KR-ingar reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Valur gulltryggði sigurinn í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir þrumaði boltanum í netið og Valur því komið í úrslitaleikinn enn eitt árið. Þetta er fimmti úrslitaleikurinn í röð hjá Val og sá sjötti á sjö árum. Gunnar Rafn: Komum grimmari til leiks í síðari hálfleiknumRakel Logadóttir brá sér á leik á meðan viðtalinu stóð.„Ég er svakalega ánægður með sigurinn," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á KR í kvöld. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og brjóta niður mjög sterka vörn KR-inga, en það gekk eftir í kvöld og við erum virkilega ánægð með það." „Stelpurnar voru mun ákveðnari og grimmari í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku þeirra." „Núna erum við komnar í úrslitaleikinn og það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Verðum bara að bíta í það súra að þessu sinni„Það er auðvita vonbrigði að tapa,“ sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við áttum samt sem áður býsna góðan leik og það er margt gott í spilamennsku okkar. Stelpurnar eiga hreinlega hrós skilið fyrir frammistöðuna, þrátt fyrir tapið.“ „Auðvitað er sárt að tapa undanúrslitaleik þar sem við vildum öll fara í úrslitaleikinn og það eru kannski vonbrigðin sem sitja eftir.“ „Þetta var nokkuð jafn leikur og í raun alltaf spennandi. Við fengum alveg tækifæri í lokin til að koma leiknum í framlengingu en svona er þetta stundum og við verðum bara að bíta í það súra núna.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira