Barnadagur í Viðey á sunnudag 27. júlí 2012 15:15 Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi. Trúðar heimsækja Viðey og leika við börnin og Lalli töframaður mun bæði sýna æsileg töfrabrögð á sviði og ganga um svæðið og búa til furðuskepnur í galdrablöðrum. Sveppi og Villi skemmta börnunum af sinni alkunnu snilld kl.15:30. Viðey iðar af lífi og náttúran er í fullum skrúða í júlí. Því er upplagt að rölta um móana og tína saman fallegan blómvönd fyrir villiblómavandarkeppnina sem haldin er á Barnadaginn. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fallegasta vöndinn. Margt er að sjá og ýmislegt sem þarf að rannsaka og því er tilvalið að taka sigti eða háf með í Viðeyjarferðina, svo hægt sé að skoða allar furðuskepnurnar og fjársóðina sem finnast í flæðarmálinu. Hestaleigan Laxnes hefur slegið í gegn í Viðey í sumar og verður hún opin á barnadaginn. Jafnframt verður yngstu börnunum boðið að bregða sér á bak og teymt undir þeim spottakorn í fylgd með mömmu eða pabba. Fyrsta ferð i áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 11:15 og siglt er á klukkustundar fresti, korter yfir heila tímann allan daginn. Ferjutollur er kr. 1000.- fyrir fullorðna, kr. 500.- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.Dagskrá Barnadags:11:30 – 16:30 Nýr og spennandi matseðill í Viðeyjarstofu m.a. grillaðar pylsur12:15 – 13:30 Trúðarnir taka ferjuna út í Viðey þar sem þeir leika og sprella13:00 Hestar teymdir undir börnum við hestagerðið13:15 – 15:30 Lalli töframaður galdrar furðudýr og töfrar ýmislegt upp úr hatti sínum14:45 – 15:00 Dómnefnd tilkynnir úrslit í villiblómvandakeppni15:00 – 15:30 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Viðeyjarkirkju.15:30 – 16:00 Barnaskemmtun við Viðeyjarstofu. Sveppi og Villi leika á als oddi! Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi. Trúðar heimsækja Viðey og leika við börnin og Lalli töframaður mun bæði sýna æsileg töfrabrögð á sviði og ganga um svæðið og búa til furðuskepnur í galdrablöðrum. Sveppi og Villi skemmta börnunum af sinni alkunnu snilld kl.15:30. Viðey iðar af lífi og náttúran er í fullum skrúða í júlí. Því er upplagt að rölta um móana og tína saman fallegan blómvönd fyrir villiblómavandarkeppnina sem haldin er á Barnadaginn. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fallegasta vöndinn. Margt er að sjá og ýmislegt sem þarf að rannsaka og því er tilvalið að taka sigti eða háf með í Viðeyjarferðina, svo hægt sé að skoða allar furðuskepnurnar og fjársóðina sem finnast í flæðarmálinu. Hestaleigan Laxnes hefur slegið í gegn í Viðey í sumar og verður hún opin á barnadaginn. Jafnframt verður yngstu börnunum boðið að bregða sér á bak og teymt undir þeim spottakorn í fylgd með mömmu eða pabba. Fyrsta ferð i áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 11:15 og siglt er á klukkustundar fresti, korter yfir heila tímann allan daginn. Ferjutollur er kr. 1000.- fyrir fullorðna, kr. 500.- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.Dagskrá Barnadags:11:30 – 16:30 Nýr og spennandi matseðill í Viðeyjarstofu m.a. grillaðar pylsur12:15 – 13:30 Trúðarnir taka ferjuna út í Viðey þar sem þeir leika og sprella13:00 Hestar teymdir undir börnum við hestagerðið13:15 – 15:30 Lalli töframaður galdrar furðudýr og töfrar ýmislegt upp úr hatti sínum14:45 – 15:00 Dómnefnd tilkynnir úrslit í villiblómvandakeppni15:00 – 15:30 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Viðeyjarkirkju.15:30 – 16:00 Barnaskemmtun við Viðeyjarstofu. Sveppi og Villi leika á als oddi!
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira