Handbolti

Valskonur til Spánar en Framkonur til Noregs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Íslands- og bikarmeistarar Vals drógust á móti spænska liðinu Valencia Aicequip í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta kvenna en dregið var í dag. Framkonur eru líka með í EHF-bikarnum og mæta norska liðinu Tertnes Bergen.

Valencia Aicequip hét áður Balonmano Sagunto en liðið endaði í 3. sæti spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð á eftir Itxako og Bera Bera. Balonmano Sagunto varð síðast spænskur meistari árið 2005. Liðið komst í 16 liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa í fyrravetur en datt þá út fyrir DVSC-Forum Debrecen frá Ungverjalandi.

Tertnes Bergen endaði í 4. sæti norsku deildarinnar í fyrra en liðið datt þá út úr 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa á móti rússneska liðinu Zvezda Zvenigorod.

Það er þegar ljóst hverjir mótherjar íslensku liðanna verða komist þau áfram. Valsliðið myndi þá mæta H.C. Zalau frá Rúmeníu en Framliðsins bíður leikur á móti Frankfurter HC frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×