Valskonan Elín Metta Jensen var á skotskónum í 5-2 sigri á Selfossi í gærkvöldi. Fyrstu fréttir af Selfossi voru að hún hefði skorað þrennu en rétt var að þessi 17 ára stórefnilega stelpa skoraði fjögur af fimm mörkum Valsliðsins í leiknum.
Elín Metta varð þar með að aðeins annar leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar til þess að skora fjögur mörk í einum og sama leiknum en Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir afrekaði það á móti Selfossi fyrir fjórtán dögum.
Elín Metta er nú búin að skorað 9 mörk í 11 leikjum á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og er eins og er þiðja markahæst í deildinni á eftir Söndru Maríu Jessen (12 mörk) og Hörpu Þorsteinsdóttur (10 mörk).
Það vekur athygli að fimm af átta þrennum sumarsins hafa komið í leikjum liða á móti nýliðum Selfoss og þar af eru báðar fernurnar hjá þeim Elínu og Hörpu.
Þrennur í Pepsi-deild kvenna í sumar:
4 - Harpa Þorsteinsdóttir , Stjörnunni á móti Selfoss 10. júlí
4 - Elín Metta Jensen, Val á móti Selfossi 24. júlí
3 - Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki á móti Selfossi 29. maí
3 - Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki á móti KR 24. júní
3 - Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki á móti Fylki 17. júlí
3 - Danka Podovac, ÍBV á móti Selfoss 11. júní
3 - Harpa Þorsteinsdóttir , Stjörnunni á móti Aftureldingu 24. júní
3 - Ashley Bares, Stjörnunni á móti Selfoss 10. júlí
Elín Metta önnur til að skora fernu í Pepsi-deild kvenna í sumar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



