Stjarnan vann mikilvægan 3-2 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og náði því að minnka forskot Þór/KA á toppnum í fimm stig. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok og hefur þar með skorað tíu deildarmörk í sumar.
Stjörnukonur máttu alls ekki tapa þessum leik ef þær ætluðu sér að vera með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en þær eiga þar titil að verja. Stjarnan er nú 2. til 3. sæti með Breiðabliki.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Stjörnunnar og Fylkis á Samsung-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Stjörnukonur ekki búnir að segja sitt síðasta - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn