FH vann óvæntan 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV var tveimur sætum og átta stigum á undan FH fyrir leikinn en það hentar greinilega FH-stelpum vel að mæta Eyjaliðinu því FH vann fyrri leikinn 4-1.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var að stýra FH-liðinu í fyrsta sinn eftir að hún tók við liðinu af Helenu Ólafsdóttur en FH vann einnig síðasta deildarleik sinn undir stjórn Helenu. FH-liðið hefur þar með unnið tvo leiki í röð og nálgast efri hluta deildarinnar.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði fyrsta mark FH á 37. mínútu og Sarah McFadden bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum en hún hefur styrkt FH-liðið mikið.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.
FH burstaði ÍBV aftur - Guðrún Jóna byrjar vel
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

