Golf

Gísli og Henning tryggðu sér sigur í rigningunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Helgi Snær, Henning og Fannar.
Frá vinstri: Helgi Snær, Henning og Fannar. Mynd/GSIMYNDIR.NET
Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri.

Fyrr í dag voru Íslandsmeistarar krýndir í örðum flokkum og var það Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sem sigraði í 17-18 stúlknaflokki, Ragnar Már Garðarsson GKG sigraði í flokki 17-18 ára pilta. Í flokki stelpna 14 ára og yngri sigraði Saga Traustadóttir GR og í flokki 15-16 ára telpna sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir GR.

Henning Darri spilaði á 224 höggum eða á 11 höggum yfir pari. Í öðru sæti varð Fannar Ingi Steingrímsson GHG sem spilaði hringina þrjá á 229 höggum eða 16 höggum yfir pari. Í þriðja sæti hafnaði Helgi Snær Björgvinsson GK sem spilaði á 234 höggum eða 21 yfir pari.

Gísli Sveinbergsson lék hringina þrjá á 220 höggum eða 7 yfir pari. Í öðru sæti varð Birgir Björn Magnússon GK á 222 höggum eða 9 höggum yfir pari. Bráðabana þurfti til að fá úr því skorið hver myndi hreppa þriðja sætið en þrír kylfingar, Ernir Sigmundsson GR, Egill Ragnar Gunnarsson GKG og Aron Snær Júlíusson GKG, urðu jafnir á 228 höggum.

Á fyrstu holu bráðabanans fékk Egill Ragnar skolla en hinir par og féll hann því úr bráðabananum. Það var svo á fimmtu holu bráðabana sem Ernir náði að landa þriðja sætinu.

Strákar 14 ára og yngri

1 Henning Darri Þórðarson GK, 70/ 78 / 76 = 224 +11

2 Fannar Ingi Steingrímsson GHG, 75/ 76/ 78 =229 +16

3 Helgi Snær Björgvinsson GK, 79/ 75 / 80 = 234 21 +

Drengir 15-16 ára

1 Gísli Sveinbergsson GK, 73/ 71/ 76 = 220 +7

2 Birgir Björn Magnússon GK, 73/ 70/ 79 =222 +9

3 Ernir Sigmundsson GR, 78/ 76/ 74 = 228 +15

Fyrr í dag var fjallað um úrslit í kvennaflokki og flokki drengja 18 ára og yngri. Sjá hér fyrir neðan.

Mynd/GSÍmyndir.net

Tengdar fréttir

Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×